fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Fókus
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mætir Grænhöfðaeyjum á heimsmeistaramótinu í handbolta á morgun, en það er fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á mótinu. Að vanda bíða landsmenn spenntir eftir því að hvetja strákana okkar áfram.

En er eitthvað að eiga sér stað bak við tjöldin? Eitthvað sem ekki þolir dagsins ljós?

Félagarnir í hlaðvarpinu Álhattinum hafa nú gefið út sérstakan handboltaþátt.

Álhattar eru sérhæfðir í samsæriskenningum en slíkar kenningar má finna um allt milli himins og jarðar. Handboltinn er þar engin undantekning. Að þessu sinni velta félagarnir fyrir sér skuggahliðum íþrótta og hvort það geti verið að úrslitum á stórmótum í handbolta sé hagrætt með vitneskju og samþykkti alþjóðasambanda.

Hvað ef það er verið að svindla á okkur?

Álhattar segja í lýsingu þáttarins:

„Í janúar á hverju ári fyllist íslenska þjóðin af miklum eldmóð og fær skyndilega brennandi áhuga á handknattleik. Fólk flykkist erlendis til þess að styðja við bakið á „strákunum okkar” og við sannfærumst öll um að nú sé stundin loks runnin upp og að gullið sé okkar.

En svo kemur slæmi kaflinn, besti maðurinn okkar meiðist og dómararnir dæma okkur út úr mótinu. Alltaf sama óheppnin og þjóðin bölvar og ragnar þjálfaranum og liðinu. En getur verið að þetta hafi ekkert með liðið, þjálfarann, óheppni eða meiðsli að gera? Hvað ef það er verið að svindla á okkur? Getur verið að einhver eða einhverjir hafi mútað dómurunum? Eða að úrslitin séu hreinlega ákveðin fyrir fram og að íslenska liðið hafi í raun aldrei átt séns gegn því gjörspillta ofurefli sem evrópsku og alþjóða handknattleikssamböndin eru?“

Hverra erinda ganga þeir?

Álhattar velta fyrir sér hvers vegna mönnum sem hafa orðið uppvísir að því að hagræða úrslitum hefur ekki verið refsað, eða dómurum sem vitað er að hafi þegið mútur.

„Svindl í íþróttum er svo sem ekkert nýtt af nálinni og mýmörg dæmi um slíkt. Heiðarleiki er ekki öllum meðfæddur og til er fólk sem er tilbúið að gera allt fyrir peninga, jafnvel að svíkja þjóð sína með því að tapa viljandi.

Í þessum þætti af Álhattinum kynna þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór sér skuggahliðar íþrótta og þá sérstaklega handknattleiks og velta fyrir sér hvort úrslitum á stórmótum í handbolta sé ítrekað og skipulega hagrætt með vitneskju og samþykki alþjóðasambandanna.

Hvað var undarlegt við skipulag og framkvæmd heimsmeistaramótsins í Katar? Hvers vegna var Karabatic-bræðrum og félögum þeirra í Montpellier ekki refsað fyrir að tapa viljandi? Eru allir dómarar svona hræðilega lélegir eða er verið að múta þeim? Hverjir eru að múta þeim og hvers vegna? Hverra erinda ganga þessir mistæku eða spilltu dómarar? Þjóna þeir eingöngu stóru þjóðunum og við Íslendingar eigum í raun engan séns? Eða eru íslensku landsliðsmennirnir kannski bara svona miklir klaufar eða hreinlega bara ekki nógu góðir, þó að við Íslendingar teljum þá langbesta í heimi?

Þetta og margt, margt fleira áhugavert í þessum nýjasta þætti af Álhattinum þar sem þeirri spurningu er velt fyrir sér hvort að úrslitum á stórmótum í handbolta sé ítrekað hagrætt með fullri vitneskju og samþykki alþjóðasambandanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“