fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 17:30

Butler ofkældist eftir heilan dag af tökum í íslenska sjónum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoski stórleikarinn Gerard Butler greindi frá því nýlega að hann hefði fengið ofkælingu við tökur á Íslandi. Butler hefur verið reglulegur gestur á Íslandi, bæði sem leikari og ferðamaður. Má segja að hann sé sannkallaður Íslandsvinur.

Butler var í viðtali við PEOPLE í tilefni af nýrri kvikmynd, Den of Thieves 2: Pantera. Í viðtalinu greindi hann frá ýmsum meiðslum sem hann, og mótleikarar hans, hafa lent í á ferlinum.

Verst gengu tökurnar á kvikmyndinni 300, sem gerð var eftir samnefndri teiknimyndasögu og fjallar um Spartverjana 300 og orrustuna um Laugaskarð.

„Ég man að á hverjum einasta degi var verið að keyra einhvern á spítala,“ sagði Butler. „Maður var að taka upp bardaga og leit til hliðar og þá var einhver búinn að fá spjót í augað. Svo leistu í aðra átt og þá var einhver búinn að brjóta á sér ökklann. Þetta var klikkun.“

Butler sagðist sjálfur hafa næstum því drukknað við tökur á myndinni Chasing Mavericks árið 2012.

„Ég hélt að þetta væri búið. Þeir þurftu að fara með mig á spítalann og gefa mér hjartastuð. Þetta var svakalegt,“ sagði hann.

Sjá einnig:

Gerard Butler í karaókíi á Sæta svíninu

Þá nefndi Butler einnig að hann hefði fengið hitaslag við tökur í Montreal í Kanada og hefði ofkælst í sjónum við tökur á Íslandi.

„Ég var heilan dag að taka í íslenska sjónum. Ég fékk beinlínis ofkælingu þar,“ sagði hann.

Ekki kemur fram hvaða kvikmynd var verið að taka upp þegar Butler ofkældist. En hann hefur meðal annars verið hér við tökur á kvikmyndunum Beowulf & Grendel og Greenland: Migration. Þá hefur Butler sést margsinnis á skemmtanalífinu í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“
Fókus
Í gær

Manst þú þegar Keflavíkurflugvöllur leit svona út?

Manst þú þegar Keflavíkurflugvöllur leit svona út?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vala Grand reis upp úr öskunni eftir erfitt tímabil – Menntaði sig fyrir föður sinn heitinn og fann ástina

Vala Grand reis upp úr öskunni eftir erfitt tímabil – Menntaði sig fyrir föður sinn heitinn og fann ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti gamla mynd af þjóðþekktum mönnum til að sýna breytta tíma – „Bundu bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn“

Birti gamla mynd af þjóðþekktum mönnum til að sýna breytta tíma – „Bundu bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gamall draugur vakinn upp hjá Gísla Marteini í gærkvöldi – Hvar er Guðmundur?

Gamall draugur vakinn upp hjá Gísla Marteini í gærkvöldi – Hvar er Guðmundur?