fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fókus

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2024 – Leitin að G-blettinum heldur áfram

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju ári tekur Blush saman lista yfir vinsælustu vörur ársins en listinn hefur verið gríðarlega vinsæll og hjálplegur fyrir fólk sem er að leita að sínu drauma kynlífstæki.

Hér má finna topp 10 listann yfir þau kynlífstæki sem voru vinsælust meðal Íslendinga árið 2024.

Inn á Blush.is er hægt að vinsældarlista eftir flokkum, vörur fyrir píkur, typpi, rass og aðrar vinsælar vörur.

1. Desire G-Spot

Desire G-spot trónir enn á topnum enda eitt mest selda tækið í Blush. Um er að ræða einstaklega mjúkan og sveigjanlegan titrara sem er hugsaður til að örva snípinn eða inni í leggöngum. Fullkomið tæki fyrir þau sem vilja nettan titrara til að auka unað í sjálfsfróun eða kynlífi. Tækið hefur Reset eiginleika sem veitir dýpri og lengri fullnægingar.

2. Womanizer Next

Womanizer Next er sogtæki og líkir eftir unaðslegum mummökum.

3. Stimulating Orgasm Oil

Örvandi olían, Stimulating Orgasm Oil, er í þriðja sæti, annað árið í röð. Um er að ræða náttúrulega örvandi olíu sem inniheldur meðal annars hamp olíu. Olían eykur blóðflæði í snípinn og gerir hann næmari fyrir snertingu auk þess að ýta undir náttúrulega rakamyndun. Hentar einstaklega vel fyrir þau sem upplifa þurrk og óþægindi tengd því. Einnig getur olían ýtt undir og aukið kynlöngun. Olíuna má einnig nota sem sleipiefni.

4. Vibrating Handjob Stroker

Vibrating Handjob Stroker er lítil og nett opin múffa með titring. Múffan hentar öllum typpum hvort sem þau eru í stinningu eða ekki. Mjög nett og fellur vel í hendi auk þess að vera með sveigjanlega arma sem grípa vel utan um typpið. Innan í múffunni er rifflað mynstur sem eykur örvunina. Múffan er skemmtileg viðbót hvort sem er í sjálfsfróun eða í forleik með maka.

5. Cheeky Buttplug

Cheeky er einstkalega mjúkt og sveigjanlegt tæki sem hugsað er til örvunar í endaþarmi. Tækið er nett og hentar vel byrjendum ásamt því að vera fullkomið fyrir þau sem vilja djúpan titring í endaþarm. Cheeky kemur með fjarstýringu sem gerir stjórnun á tækinu mun auðveldari, en einnig er hægt að nota tækið sem bullet titrara.

6. Sam Neo 2 Pro

Sam Neo 2 Pro er nett rúnkvél sem veitir unaðslega örvun bæði með titring og sogi. Mynstrið í sleevinu sem fer utan um typpið er sérstaklega hannað til þess að veita sem mesta örvun. Sam Neo 2 Pro hefur enn sterkara sog og kröftugri titring. Nú er einnig hægt að hita múffuna upp í líkamshita fyrir enn raunverulegri tilfinningu. Hægt er að tengja múffuna við app í snjalltæki. Appið er auðvelt í notkun og hefur þann eiginleika að hægt er að stjórna vélinni úr hvaða fjarlægð sem er. Þannig getur þú leyft maka þínum að taka stjórnina á örvuninni.

7. Flirt Egg

Flirt eggið er fullkomið fyrir þau sem vilja nett egg til að auka unað í sjálfsfróun eða kynlífi. Flirt er fyrirferðalítið egg sem er hugsað til að örva snípinn. Tækið er einstaklega hljóðlátt og hentar fullkomlega í sjálfsfróun eða í kynlífi. Tækið hentar vel fyrir byrjendur og lengra komna. Flirt hefur Reset eiginleika sem veitir dýpri og lengri fullnægingu.

8. Uberlube

Uberlube er hágæða sleipiefni sem er frábær viðbót í kynlífið, munnmökin eða sjálfsfróunina. Sleipiefnið hefur aðeins fjögur innihaldsefni, er silkimjúkt, ertir ekki húðina og klístrast ekki.

9. Vibrating Cock Ring

Titrandi parahringur frá Boners sem býður upp á fjölbreytta notkun. Hringurinn auðveldar þeim sem eru með typpi að halda stinningu og getur veitt dýpri fullnægingu. Hægt er að setja hann innst á typpið í kynlífi með maka þar sem hinn endinn á tækinu leggst á og örvar snípinn. Hringinn er líka hægt að nota sem egg eða fingratitrara og örva þannig snípinn á sama tíma og fingur fara inn í leggöng. Hentar einnig með dildóum hvort sem er í sjálfsfróun eða með maka.

10. Lingo

Lingo er einstaklega mjúkur og sveigjanlegur, tvöfaldur titrari með tveimur mótorum sem er hugsaður til að örva snípinn og inn í leggöngum á sama tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fréttir af andláti Gauksins stórlega ýktar – Breytist í næturklúbbinn Fever á nóttinni

Fréttir af andláti Gauksins stórlega ýktar – Breytist í næturklúbbinn Fever á nóttinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skemmtilegt og einstakt 399 fermetra einbýli á Akureyri – „Sjón er sögu ríkari“

Skemmtilegt og einstakt 399 fermetra einbýli á Akureyri – „Sjón er sögu ríkari“