Data Panda birti kort yfir hvernig meðalbrjóstastærð er um allan heim. Vinkonur okkar í Noregi tróna á toppi listans, í öðru sæti eru Bandaríkin, í þriðja sæti er Bretland, í því fjórða Lúxemborg og svo við Íslendingarnir.
Hægt er að skoða kortið betur hér.
DailyMail skoðaði brjóstastærð í samhengi við BMI stuðul og greinir frá því að það sé fylgni á milli BMI stuðuls og brjóstastærðar; því hærri BMI stuðull, því stærri brjóst. En það er samt athyglisvert að Noregur, sem trónir á toppi listans, er með lægri BMI stuðul en Bandaríkin en samt stærri brjóst.
BMI stuðull Noregs er 26,2 og meðalbrjóstastærð er C-D.
BMI stuðull Bandaríkjanna er 29 og meðalbrjóstastærð er C.
Svipaða sögu má segja um Ísland, BMI stuðull er 25,6 og meðalbrjóstastærð C.