Tékkneska fyrirsætan Paulina Porizkova dvaldi á Íslandi um áramótin og fagnaði nýja árinu hamingjusöm í ólýsanlegu, frekar dýru og subbulegu hótelherbergi eins og hún segir í færslu á Instagram.
„Fyrsta sjálfan mín á nýársmorgun. Ég er að vakna og líður eins og heppnustu manneskju í heimi. Ég er í ólýsanlegu og frekar dýru – en samt subbulegu – hótelherbergi, að búa mig undir enn einn ævintýradag – eftir daga fulla af ævintýrum og fegurð með fólkinu sem ég elska mest. Allt sem ég vil á þessu nýja ári er það sem ég á nú þegar.
Ef þú hefðir sagt mér fyrir fimm árum að þetta yrði líf mitt á sextugsaldri, hefði ég líklegast ekki lagt svona hart að mér til að komast hingað. Og þá væri ég ekki hér.
Svo hér er ég, þrútin augu, pínu timbruð, hamingjusamari en ég hélt nokkru sinni mögulega, að horfast í augu við árið 2025 með brosi. Og enginn filter.
Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra. Ekki gefast upp. Lífið breytist á augabragði. Ekkert endist. Hvorki það slæma, guði sé lof, né hið góða – sem gerir það að verkum að það er brýnt að grípa það og halda í það og kúra það og kyssa það og borða það og lykta af því og velta sér í því á meðan það varir.“
View this post on Instagram
View this post on Instagram
View this post on Instagram
Þetta er ekki fyrsta ferð hennar hingað til lands, Vísir greindi frá því árið 2013 að Porizkova væri í Bláa lóninu.
Porizkova var ein af ofurfyrirsætum níunda áratugarins, fyrirsætur sem heimsbyggðin þekkti af fjölmörgum forsíðum tískutímarita, framkomu þeirra á sýningarpöllum fremstu og virtustu tískukonungana, myndböndum, fréttum og fleira. Nöfn Porizkova, Cindy Crawford, Naomi Campbell, Linda Evangelista, Christy Turlington og Tatjana Patitz (lést 11. Janúar 2023) voru á allra vörum á 80´s tímabilinu þegar frægð þeirra skein skærast, en allar eru þær þekktar enn í dag.
Í færslu á Instagram birtir Porizkova myndir af sér frá fríi á Jamaica í byrjun síðasta árs og myndir frá Bláa lóninu og Secret Lagoon nú um áramótin. Segist hún hafa þyngst um tæp átta kíló eftir tvíhliða mjaðmaskiptaaðgerð snemma árs 2024, líkami hennar nú hafi þó aldrei verið kynþokkafyllri.
Porizkova, sem er 59 ára, segir að fyrsta sem hún hugsaði hafi verið að hún passaði ekki í fötin sín.
„Ég þyngdist um 15 pund eftir tvíhliða mjaðmaskipti í byrjun árs 2024. Það fyndna er að ég var svo ánægð með líf mitt; endalok langvarandi sársauka, að byggja upp líf með ástinni minni, ferðast með vinum og vinna að nýjum ritunarverkefnum – að ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði bætt á mig.“
Í september 2024 hafi hún farið til Parísar í fyrsta fyrirsætustarfið sitt á árinu og það var þá sem hún áttaði sig á því að hún hafði í raun fitnað eftir aðgerðina.
„Einn daginn í gömlu vinnunni minni og ég var voðalega meðvituð um hvert aukakíló. Ég passaði ekki í fötin. Sem auðvitað VAR og ER mitt starf. Að passa í fötin!“
Hún gerði sitt besta til að nota leika þar til virkar-viðhorf (e. fake-it-till-you-make-it attitude) meðan á starfinu stóð, sagði hún, en viðurkenndi að sér hafi liðið „hræðilega“ með sjálfa sig í lokin.
Þar sem hún vissi að fyrirsætuferill hennar krefst ákveðins líkama sagðist hún vilja reyna að draga úr þyngdinni svo hún gæti passað í fötin, en eftir tíðahvörf hafi hún hætt að láta þyngdina ráða.
„Tveimur mánuðum síðar er ég nákvæmlega jafn þung. Rassinn á mér er stinnari, en að öðru leyti – flest fötin mín eru of lítil, góð vísbending um að ég hafi ekki minnkað. Og samt er mér alveg sama um þennan nýja, fyllri líkama. Miðað við fyrir ári síðan þegar ég var átta kílóum léttari, en glímdi við stöðugan sársauka. Og þökk sé Jess ástinni minni finnst mér líkami minn líka vera á hátindi kynþokkans, eftirsóknarverðan og allt í lagi. Ég segi það – hraustur.“
Porizkova endaði færsluna á léttum nótum og sagði vandamál hennar núna vera að hún hefði „enga vinnu og ekkert að klæðast“.
View this post on Instagram