Aðsend grein frá Alkastinu:
Í nýjasta þætti Alkasts Þvottahússins settust þeir niður álhattarnir Gunnar Dan Wiium og Arnór Jónsson í framhaldi af hinum stóra UFO þætti sem kom út í síðustu viku.
Sjá einnig: Gunnar og Arnór segja dularfullu flygildin líka yfir Íslandi – Birta myndbönd frá Austfjörðum
Í þeim þætti báru þeir samsæriskenningar á borð sem snúa að sviðsettri innrás úr geimnum í þeim tilgangi að stuðla að sameiningu allra herafla jarðarinnar gegn ímynduðum óvin. Margra vikna ferli sem snýr að stór auknum tilfella fljúgandi furðuhluta eða UFO bæði vestan hafs og austan sögðu þeir í þættinum að sé undirbúningur einmitt þessarar aðgerðar sem snúi að stórri endurræsingu allra kerfa og ríkja á jörðinni. Í lok síðasta þáttar sögðust þeir ætla að taka upp þráðinn aftur viku eða tíu dögum seinna og fylgja eftir þeim skilaboðum sem bárust frá Dr. nokkrum Steven Greer um að á leiðinni væru uppljóstranir frá innsta kopp þessa illskeytta djúpríkis og að öllum upplýsingum sem snúa að framandi tækni og þekkingu sem okkur hefur tekist að komast yfir frá síðastliðin 80 ár í tengslum við samskipti við ET eða geimverur.
Þegar þessi nýjasti þáttur var tekin upp, 12. janúar voru engar upplýsingar komnar þó svo að nýtt myndefni af „drónum“ og öðrum dularfullum flygildum streymi inn á degi hverjum beggja megin við Atlantshafið.
Í kjölfar síðasta þáttar sem 2% þjóðarinnar hlustuðu og horfðu á höfðu margir samband við þáttastjórnendur Alkasts Þvottahússins með frásagnir og teikningar sem lýsa allskonar undarlegu. Enginn þessara einstaklinga sagðist vera klár til að koma fram undir nafni en strákunum væri frjálst að deila sögunum. Ein sagan þótti afar athyglisverð en kona ein hafði samband og er frásögn hennar hér fyrir neðan í fullri lengd ásamt mynd sem hún málaði af flygildinu sem hún sá.
„Sæll, hlustaði í morgun á þáttinn um fljúgandi furðuhluti – á myndband svipað sem ég tók 29. des eins og sýnt er í þættinum og svo sá ég stærðar far fyrir sirka 2 árum síðan, náði ekki að mynda þar sem ég var að keyra frá Mosó með fram Úlfarsfelli í myrkrinu eftir kvöldmat í des en teiknaði það upp fyrir mig til þess að muna, en fólk hefur engan áhuga að svona sögu og er skömm að sjá svona svo það þarf að vera nafnleynd.
Ekki hef ég drukkið né verið á eiturlyfjum – er sem sé bindindismanneskja en örugglega hægt að tala mig niður um eitthvað annað. Þetta með geimskip er nánast eins og eðlilegt ástand og óþarfi að tala um, hvað þetta er veit ég ekki en öll sjáum við það samt það finnst mér merkilegt. Allan tímann sem ég horfi á farið dáðist ég af áferðinni á farinu og einkennilegt að finnast þetta nánast eðlileg sjón. Farið virtist bíða alveg kyrrt þarna svo komu tvö mjög lítil ljós sem fóru inn í farið norðan megin, eftir það fór stóra farið örskotsstund í átt að Esjunni, ég sá inn í farið, sem var ekkert spennandi að sjá.“
Tímamælingar sem útfærðar voru eftir út frá lýsingu og með hjálp þessa sjónarvotts gaf í ljós að viðkomandi horfði á farið í rúmar 20 sekúndur áður er farið flaug í burtu á ógnarhraða.
Í þættinum ráku þeir Gunnar og Arnór hins vegar dularfullar sögur hvað varðar fjögur þekkt þekkt tilvik tengt UFO en það eru hið fræga Roswell atvik árið 1947, Phoenix lights árið 1997 og söguna um Bob Lazar sem segist hafa unnið á area 51 við eitt af 9 flygildum sem hann heldur fram að hafi verið þar á þeim tíma.
Einnig fóru þeir ítarlega yfir útvarpsleikritið War of the worlds eftir Irvin Welsch sem sendur var út árið 1938. Leikritið fjallaði um innrás marsbúa á jörðina með katóstrafískum afleiðingum var í svokölluðum mockumentary stíl sem gerði það á þeim tíma mjög raunverulegt. Stór hópur fólks sem kom seinna inn í útsendinguna fylltust skelfingu og tóku á flótta en innrásin átti að eiga sér stað í New Jersey. Einnig voru tilfelli um að hræðslan sem greip um sig var of mikil fyrir suma sem tóku sitt eigið líf.
Strákarnir í Alkasti Þvottahússins vilja ólmir fá til sín fleiri upplýsingar í formi frásagna, mynda og myndbanda þessum málaflokk tengt. Hægt er að senda tölvupóst á laundrywiium@gmail.com og nafnleynd er heitið ef óskað er.
Þennan magnaða þátt má heyra og sjá hér á spilaranum fyrir neðan.
En einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify og auðvelt er að merkja við follow eða subscribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.