fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fókus

Karlkyns strippari leysir frá skjóðunni um hegðun kvenna

Fókus
Mánudaginn 13. janúar 2025 14:48

Nath Wyld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlkyns fatafella segir að konur séu alveg jafn líklegar og karlmenn til að halda framhjá.

Nath Wyld hefur starfað sem strippari um árabil og er sérstaklega vinsæll fyrir gæsanir. Wyld, sem er 31 árs, lýsir upplifum sínum í slíkum partýjum, þegar dömurnar mæta villtar og makalausar.

„Ég var einu sinni að strippa í partýi og hver einasta kona í gæsahópnum hélt framhjá makanum sínum,“ segir Wyld í samtali við News.com.au.

„Þetta var svo klikkað, svo gerðu þær samning sín á milli að tala aldrei aftur um þetta.“

Wyld segir að það sé mun algengara en fólk heldur að konur haldi framhjá í slíkum partýjum. Hann segir að það sé einhvers konar framhjáhald í um tíu prósent skipta,  en að talan gæti jafnvel verið hærri þar sem margar ljúga um sambandsstöðu og segjast vera einhleypar, þegar raunin er önnur.

Nath Wyld.

Wyld segir að það hafi komið honum á óvart hvað margar konur sleppa af sér beislinu í gæsapartýjum. Hann segir þær engu skárri en karlmenn í steggjapartýjum.

„Fólk heldur að karlmenn séu alltaf verstir og muni klúðra öllu, sérstaklega í steggjapartýjum. En það sem kom mér alveg svakalega á óvart er að konur eru alveg eins,“ segir hann.

Ef eitthvað er segir Wyld konur oft verri. „Konur taka frekar áhættu því þær halda að þær muni komast upp með það,“ segir hann.

„Ég myndi segja að ein af hverjum tíu konum sem eru að fara að gifta sig heldur framhjá,“ segir hann.

Wyld hefur þó enn trú á ástinni. „Ef þú finnur réttu manneskjuna þá veistu að svona lagað gerist ekki. Þú verður bara að treysta makanum þínum,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skemmtilegt og einstakt 399 fermetra einbýli á Akureyri – „Sjón er sögu ríkari“

Skemmtilegt og einstakt 399 fermetra einbýli á Akureyri – „Sjón er sögu ríkari“