Hjónin, Greta Salóme Stefánsdóttir, tónlistarkona og Elvar Þór Karlsson, forstöðumaðurfFyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, skírðu yngri son sinn í gær.
Sonurinn fæddist 23. október 2024 og fyrir var stóri bróður, Bjartur Elí, sem fæddist 24. nóvember 2022.
Greta Salóme leyfði fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með skírninni og undirbúningnum og jafnframt að leyfa þeim að giska á hvaða nafn sonurinn fengi. Sjálf nefndi hún soninn ýmsum skemmtilegum nöfnum eins og Snjólfur Hrólfur.
Nafn drengsins er Sólmundur, eins og Greta Salóme greindi frá rétt í þessu í myndbandi frá skírninni.
View this post on Instagram