fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Fókus

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 12. janúar 2025 15:30

Úrvalið er endalaust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að fólk þurfi ekki lengur að fara út á vídjóleigu til að ná sér í spólu þá er gláplífið ekki endilega orðið auðveldara. Á að horfa á Netflix eða Disney eða Amazon Prime eða eitthvað annað?

Streymisveitur eru orðnar hluti af lífi okkar flestra í dag. En hverjar eru þær bestu? Á vefnum Ranker kýs fólk þær streymisveitur sem það telur bestar. Þetta eru þær 20 streymisveitur sem fólk telur þær bestu.

 

  1. Food Network

Eins og titillinn gefur til kynna er þessi veita stíluð inn á mat og matseld. Á meðal helstu þátta má nefna Chopped, Diners og Drive-Ins and Dives.

 

  1. Comedy Central

Streymisveita sem stílar inn á gamanmyndir og þætti, bæði leikna og teiknaða, sem og uppistand. Rabbþátturinn The Daily Show með Trevor Noah er þarna og hinir bráðnfyndnu þættir um krakkana í South Park.

 

  1. Showtime

Streymisveita sem er þekkt fyrir vandaða sjónvarpsþætti. Meðal annars Dexter, Homeland og Shameless.

 

  1. Cartoon Network

Gamalgróin teiknimyndastöð. Samt alls ekki aðeins með efni fyrir börn. Þættir á borð við Adventure Time og Steven Universe eru þarna.

 

  1. History

Áströlsk stöð þar sem hægt er að finna ógrynni af heimildarmyndum og þáttum sem og raunveruleikasjónvarp. Til dæmis Pawn Stars og Ice Road Truckers.

 

  1. National Geographic Channel

Stöð sem varð til upp úr hinu sígilda vísindatímariti National Geographic. Áhersla á heimildarefni. Þarna eru þættir eins og Mars og Genius.

 

  1. The History Channel

Stöð sem upprunalega var stíluð inn á heimildarefni en hefur síðan bætt við sig fjölbreyttari flóru, svo sem leiknu efni. Meðal annars þættirnir Ancient Aliens og Vikings.

 

  1. The CW

Streymisveita sem er stíluð inn á ungan markhóp. Mikið af alls kyns vísindaskáldskap og ofurhetjuefni. Til dæmis Supernatural, Arrow og The Vampire Diaries.

 

  1. CBS

Gamall bandarískur sjónvarpsrisi, stofnaður árið 1951. Þarna er sígilt efni á borð við I Love Lucy og MASH og einnig nýlegra efni á borð við The Big Bang Theory og NCIS.

 

  1. Youtube

Streymisveita sem er ókeypis (með auglýsingum) og flest okkar þekkja vel. Einnig til áskriftarveitur, Youtube Red og Youtube Premium þar sem sýndir eru þættir á borð við Cobra Kai og Mind Field.

 

  1. Amazon Prime

Ein af vinsælustu streymisveitunum á Íslandi með gríðarlegt úrval kvikmynda og þátta. Meðal annars The Marvelous Mrs. Maisel og Fleabag.

 

  1. Disney+

Streymisveita hins ævagamla teiknimyndarisa. Þar eru allar sígildu teiknimyndirnar sem og stórvirki á borð við Star Wars, Alien og Marvel myndir og þættir.

 

  1. Fox

Streymisveita hinnar íhaldssömu sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum. Með þætti eins og The Simpsons og Family Guy.

 

  1. Hulu

Streymisveita þar sem finna má ýmsa viðburði sem sýndir eru í beinni útsendingu. Einnig vinsælir þættir á borð við The Handmaid´s Tale og Pen15.

 

  1. ABC

ABC byrjaði sem útvarpsstöð árið 1943 og hefur verið risi í fjölmiðlun allar götur síðan. Á streymisveitu ABC má finna þætti eins og Grey´s Anatomy, Lost og Modern Family.

 

  1. NBC

Enn einn aldni risinn í Bandaríkjunum. Stöðin var stofnuð árið 1926 sem útvarpsstöð. Á streymisveitunni má finna Friends, The Office, Law & Order, This Is Us og margt fleira.

 

  1. FX

Streymisveita þar sem finna má vandaða og djarfa þætti á borð við The Americans, Fargo og Atlanta.

 

  1. AMC

Byrjaði sem frekar ómerkileg stöð sem sýndi sjónvarpsmyndir en er nú orðinn virt streymisveita sem sýnir vandað og margverðlaunað efni. Meðal annars Breaking Bad, Mad Men og The Walking Dead.

 

  1. Netflix

Fyrsta stóra streymisveitan og má segja sú frægasta. Stranger Things, The Crown og The Queen´s Gambit er efni sem finna má á Netflix.

 

  1. HBO

HBO var stöðin sem sýndi fram á að sjónvarpsþættir gætu verið jafn góðir eða jafn vel betri en kvikmyndir með seríunni The Sopranos. Þarna er einnig Game of Thrones, The Wire og margt fleira úrvalsefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er skjáfíkn raunverulegur sjúkdómur?

Er skjáfíkn raunverulegur sjúkdómur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð Goði: „Mér datt aldrei í hug að ég myndi missa heilsuna eða standa andspænis dauðanum aðeins 26 ára gamall“

Davíð Goði: „Mér datt aldrei í hug að ég myndi missa heilsuna eða standa andspænis dauðanum aðeins 26 ára gamall“