fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Fókus

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 11. janúar 2025 09:00

Helgi Jean Claessen. Mynd/Instagram @helgijean

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsstjórnandinn og lífsstílsþjálfinn Helgi Jean Claessen lifði allt öðruvísi lífi fyrir áratug. Hann var óhamingjusamur, með þrjár háskólagráður en atvinnulaus og alltaf á leiðinni í megrun. Honum tókst að breyta lífsstílnum og koma sér út úr vítahring sem margir kannast við.

Helgi, sem er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV, ræðir um þetta tímabil, lífsstílsbreytinguna og hvernig hann fór að þessu öllu saman í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér, eða Spotify.

video
play-sharp-fill

Helgi heldur úti vinsæla hlaðvarpinu Hæhæ – Ævintýri Helga og Hjálmars en auk þess er hann lífsstílsþjálfi og býður upp á námskeið þar sem hann hjálpar fólki að feta sömu braut og hann gerði þegar hann raunverulega breyttist og tók líf sitt í gegn.

„Það vantaði ekkert upp á markmið og metnað í mínu lífi. En maður er alltaf með sjálfan sig og svo hugmyndirnar,“ segir hann.

„Ég var ótrúlega góður að selja mér: „Eftir mánuð, tvo mánuði, mun ég líta svona út.“ Svo skipti engu máli hvernig ég gerði það, hvort ég myndi svelta mig eða ofreyna mig í ræktinni. Það er hvernig vítahringurinn virkar.“

Helga tókst að koma sér út úr þessum vítahring. „Ég byrjaði að taka þessi allt of smáu skref,“ segir hann. „Það er það sem er svo auðmýkjandi við þetta ferðalag. Ég byrjaði á því að ákveða að ég ætla aldrei í megrun aftur. Það var það fyrsta sem ég gerði,“ segir Helgi.

„Þá vissi ég að ég gæti ekki hámað í mig en ég gæti heldur ekki borðað það lítið að ég væri í einhverju svelti. Þetta þurfti bara að vera raunhæft.“

Helgi útskýrir síðan myndlíkinguna með fílinn og knapann sem allir ættu að heyra. Horfðu á myndbandið í spilaranum hér að ofan. Þú getur einnig hlustað á þáttinn á Spotify, en umræðan um fílinn og knapann hefst á mínútu 10:50.

Helgi er á leiðinni til Balí og verður þar í mánuð. Hann mun vera virkur á Instagram og leyfa áhugasömum að fylgjast með ferðalaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan treysti vini manns síns og leyfði honum að gista heima hjá þeim – Hefði betur sleppt því

Leikkonan treysti vini manns síns og leyfði honum að gista heima hjá þeim – Hefði betur sleppt því
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Næsta stóra kynlífsáskorun Bonnie Blue – Er þetta líkamlega hægt?

Næsta stóra kynlífsáskorun Bonnie Blue – Er þetta líkamlega hægt?
Hide picture