fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fókus

Fyrrum barnastjarna lést í eldunum í Los Angeles

Fókus
Laugardaginn 11. janúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rory Sykes, 32 ára, sigraði hjörtu almennings þegar hann var barn þegar hann steig fram í fjölmiðlum og opnaði sig um lífið með CP-hreyfihömlun (cerebral palsy). Hann gerði sér svo gott orð um tíma sem fyrirlesari. Hann lét lífið á miðvikudaginn í stjórnlausu eldunum sem nú loga í Los Angeles.

Sykes lést á heimili fjölskyldu sinnar í Malibu, en móðir hans tilkynnti andlátið á samfélagsmiðlum.

„Það er sorg í hjarta sem ég neyðist til að tilkynna andlát ástkærs sonar míns, Rory Sykes, sem lét lífið í eldunum í Malibu í gær,“ skrifaði móðir hans, Shelley og sagðist niðurbrotin enda var sonur hennar líf hennar og yndi.

Rory fæddist blindur og hafði um tíma búið í Ástralíu áður en hann flutti nýlega aftur til Bandaríkjanna. Hann dvaldi í gestahúsi við heimili foreldra sinna sem varð eldinum að bráð.

„Ég gat ekki slökkt eldinn í þakinu hans með garðslöngunni því það var búið að skrúfa fyrir vatnið,“ sagði Shelley og tók fram að meira að segja slökkviliðið hafi ekki getað notað vatn við störf sín þann daginn. Yfirvöld í Los Angeles hafa borið því við að vatnsþrýstingur hafi tímabundið hrunið og eins hafi vatnstankar tæmst út ef mikilli eftirspurn.

Shelley segir að sonur hennar hafi mátt reyna margt í lífinu og mætt því með hugrekki. Hann þurfti að gangast undir fjölda aðgerða út af fötlun sinni, meðal annars til að bjarga sjón hans. Hann þurfti eins að leggja mikið á sig til að læra að ganga út af hreyfihömluninni. „Hans verður sárt saknað.“

Hún reyndi að bjarga syni sínum en gat það ekki því hún var handleggsbrotin.

„Hann sagði: Mamma skildu mig eftir, og engin móðir getur yfirgefið barn sitt. Ég er handleggsbrotin, ég gat ekki lyft honum, ég gat ekki fært hann.“

Yfirvöld hafa staðfest að Rory lést sökum reykeitrunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu