Í gær var lýst fyrir neyðarástandi á Spáni eftir að rafmagn fór af víðast hvar á landinu, einnig í Portúgal og í hluta Frakklands.
Birgitta Líf tjáði sig um gærdaginn í Story á Instagram þegar hún var aftur komin með rafmagn.
„Skrítinn dagur á Spáni í dag. Síma-, nets-, alls rafmagns- og upplýsingalaus í átta klukkustundir,“ sagði hún.
„Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag (e. doomsday).“