fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fókus

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Fókus
Sunnudaginn 27. apríl 2025 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blikur eru á lofti í efnahagslífinu, en sagan hefur sýnt að fyrstu vísbendingarnar um kreppu birtast ekki á mörkuðum heldur á óvenjulegum stöðum á borð við vændishús og í viðskiptum með bjór og varalit. Huffpost hermir nú að þarna séu vísbendingar farnar að birtast um væntanlega kreppu.

Vændi og nektardans

Áhrifavaldurinn Catherine De Noire rekur löglegt vændishús í Evrópu. Hún segir reynsluna hafa kennt sér að þegar eftirspurnin á vændishúsinu minnkar sé efnahagurinn í vanda. Þó að hún sé staðsett í Evrópu megi skýrt greina áhrif frá Bandaríkjunum. Hún tók eftir því að eftirspurnin á vændishúsinu minnkaði strax í nóvember eftir að Donald Trump var kjörinn forseti.

Huffpost segir að fatafellur í Bandaríkjunum hafi eins tekið eftir breytingum. Dansarinn og áhrifavaldurinn Vulgar Vanity segir að þegar hún byrjaði í bransanum árið 2022 gat hún þénað milljónir bara með því að dansa á nokkrum stórum viðburðum í Texas. Annað á við í ár. Mætingin hafi hríðfallið og nú þénar hún nánast ekkert á stórviðburðum. Hún segir að fastakúnnar hennar séu eins farnir að sleppa því að greiða henni þjórfé eða borga allt að helmingi minna. Hún tengir þetta við aukna óvissu og hærra verðlag. Hún óttast að það stefni í kreppu.

De Noire tekur undir þetta. Hún segir að í venjulegu árferði sé mikil aðsókn í vændihúsið á vorin. Þá er fólk að gefast upp á áramótaheitum sínum og er eins búið að jafna sig eftir eyðslufyllerí jólanna. Hún hefur nú þess í stað séð mikinn samdrátt í tekjum sem hún rekur til þess að viðskiptavinir hennar séu kvíðnir vegna aðstæðna.

Sumir starfsmenn hennar segjast þéna helmingi minna núna en þeir gerðu fyrir ári síðan.

„Við sjáum að skjólstæðingar okkar eru að koma sjaldnar, þeir reyna að prútta niður verðið eða hreinlega hætta að mæta. Við erum eins að heyra frá starfsfólki okkar að skjólstæðingar séu nú að kaupa ódýrustu þjónustuna.“

De Noire telur að fólk sé nú að einbeita sér að því að spara eða að það sé frekar að verja peningum í nauðsynjar til að undirbúa sig fyrir væntanlega kreppu.

Lögleg vændishús í Bandaríkjunum taka eftir sömu þróun. Þar hafa tekjur dregist saman um 20 prósent frá síðasta ársfjórðungi sem bendi til samdráttar.

Fjármálasérfræðingurinn og bókarinn David Kindness segir við Huffpost að fatafelluvísitalan sé ein breyta sem geti spáð fyrir um kreppu.

„Þegar þjórfé minnkar og eftirspurnin dregst saman þýðir það gjarnan að fólk er að halda fastar um lausafé sitt.“

Tekjur hjá nektardansstöðum í Las Vegas hafa dregist saman um 12 prósent.

Bjór, nærbuxur, varalitir og fleira

Svo er það bjórvísitalan. Aðstoðarprófessorinn Jack Buffington starfar hjá háskólanum í Denver. Hann segir að það sé breytingar á bjórneyslu séu ágætis vísbendingar um það hvort kreppa sé framundan.

„Fólk sker niður hvað það eyðir í bjór þegar það hefur áhyggjur af efnahaginum,“ segir Buffington og bendir á að fólk sé þá frekar að kaupa sér kippu af bjór til að drekka heima heldur en að kaupa sér bjór á barnum. Eins kaupir fólk þá frekar ódýran bjór en dýrari handverksbjór. Nú hafi sala handverksbjóra dregist gífrurlega saman.

Önnur vísbending er svokölluð nærbuxnavísitala. En í aðdraganda kreppu eyða karlmenn mun minna í nærbuxur.

Enn önnur vísitalan er kennd við varaliti og byggir á þeirri kenningu að þegar hart er í ári séu neytendur að sleppa því að kaupa dýra munaðarvöru og kaupa frekar ódýrari lúxus á borð við varalit. Í kreppunni 2008 jókst sala á snyrtivörum. Sala hjá snyrtivöruverslununum MAC og Sephora hefur nú aukist um 15 prósent sem þykir benda til kreppu.

Svo eru það stefnumót. Stefnumótaforrit hafa tekið eftir því að þó að notendum hafi undanfarið fjölgað eru nú færri að borga fyrir þjónustuna.

Vísbendingarnar geta verið enn fleiri. Eru konur í stuttum eða síðum pilsum? Þetta getur verið vísbending þar sem sagan sýnir að í góðæri verða pilsin styttri en þegar harnar í ári verða þau síð. Hárlitur er enn annað merki. Færri konur lita hárið á sér ljóst í efnahagslegri óvissu, enda er dýrara að halda þeim lit við heldur en dökkum. Eins fer fólk frekar að leita eftir klippingu sem er auðvelt að viðhalda og krefst þess ekki að það mæti mánaðarlega á hárgreiðslustofuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“