fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fókus

Hann samdi ódauðlegt lag um hana en hún gat ekki verið áfram með honum

Fókus
Laugardaginn 26. apríl 2025 21:45

Christie Brinkley árið 2020.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum fyrirsætan Christie Brinkley er komin á áttræðisaldur. Hún hefur verið gift fjórum sinnum en öll hjónaböndin hafa endað með skilnaði. Af eiginmönnunum fyrrverandi er sambandið nánast við eiginmann númer tvö í röðinni, tónlistarmanninn heimsfræga Billy Joel. Þau eru bæði bandarísk og voru gift á árunum 1985-1994 en á meðan þau voru kærustupar samdi Joel lagið Uptown Girl um Brinkley. Lagið kom út árið 1983 og sló rækilega í gegn og lifir enn góðu lífi en Brinkley sjálf kom mikið við sögu í myndbandinu við lagið. Þrátt fyrir þessa miklu ástarjátningu fór þó sambandið út um þúfur vegna drykkju Joel en Brinkley segist munu elska hann að eilífu.

Fjölmiðilinn Page Six ræðir við Brinkley í tilefni af útgáfu endurminninga hennar en það sýnir vel hug hennar til Joel að bókin ber sama titil og lagið ódauðlega sem hann samdi um hana.

Billy Joel á tónleikum árið 2017. Mynd: Wikimedia Commons.

Hún segir að hún og Joel hafi í raun verið sálufélagar og fyrirsætuferill hennar og tónlistarferill hans hafi gert þeim kleift að lifa ævintýralegu lífi og ferðast um allan heim.

En í bókinni kemur fram að Joel hafi oft látið sig hverfa dögum saman þegar hann drakk. Til að mynda hafi hann stungið af úr fimm ára afmælisveislu dóttur þeirra, Alexa Ray sem þau eignuðust 1985, og ekki sést næstu tvo daga.

Hann lét sig einnig hverfa úr þakkargjörðarmáltíð á heimilinu eitt árið og olli í eitt skipti skemmdum á hótelherbergi þeirra eftir að Brinkley læsti hann úti í kjölfar þess að hann sást í félagsskap annarrar konu.

Útslagið

Útslagið segir Brinkley hins vegar hafa verið þegar Joel bauð hljómsveit sinni til æfinga á heimili þeirra. Hann hafi verið undir áhrifum þegar hann sakaði félaga sína um að borða pasta sem hann hafði sjálfur borðað. Þetta var í fyrsta skipti sem drykkjan olli beinlínis ranghugmyndum hjá Joel. Daginn eftir fór Brinkley fram á skilnað. Hún segir í bókinni að hjónin hafi leitað til ótal meðferðaraðila og hún lesið ógrynni af sjálfshjálparbókum en ekkert hafi dugað til að hemja drykkjuna hjá Joel.

Hún segir drykkjuna hafa verið hina konuna í lífi Joel og hann hafi á endanum valið hana fram yfir sig. Hún hafi ekki viljað binda enda á hjónabandið en hafi ekki getað verið lengur með Joel en muni alltaf elska hann

Christie Brinkley varð 71 árs fyrr á þessu ári en Joel er fimm árum eldri. Í umfjöllun Page Six segir að hann hafi farið í meðferð og hætt að drekka 1992, tveimur árum áður en þau skildu, en það passar ekki við það sem haft er eftir Brinkley. Joel mun hafa fallið aftur 2005 en fullyrti fyrir nokkrum árum að hann væri hættur að drekka. Hann er í dag giftur fjórðu eiginkonu sinni Alexis Roderick.

Áður en bókin var kláruð ræddu Brinkley og Joel saman og hún segir hann hafa veitt fullt samþykki sitt fyrir því að hún myndi ekkert draga undan um það sem gekk á í hjónabandi þeirra. Hann sagði henni að segja frá öllu bæði því góða og slæma. Brinkley hrósar Joel fyrir það og segir hann hafa verið hugrakkan að samþykkja að sagt sé svo opinskátt frá drykkju hans. Þetta sé líklega hluti af batanum og því að kveða niður fíknina. Það sé hins vegar erfitt að segja frá slæmum hlutum um mann sem hún metur svona mikils.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“