fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fókus

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 26. apríl 2025 18:30

Dolly er þekkt fyrir sínar hárkollur. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kántrý drottningin Dolly Parton er ekki aðeins fræg fyrir sína undurfögru rödd og skarpan húmor heldur einnig útlit sitt. Ekki síst hinar flennistóru hárkollur sem hún hefur borið í áratugi. Það kom því mörgum aðdáendum á óvart að sjá mynd af henni án hárkollu.

„Hugsaðu um það: Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“ er spurt í grein í tímaritinu Woman´s World. En Dolly hefur verið í viðtölum til að kynna bókina sína Dolly Parton, Songteller: My Life in Lyrics.

Í nýlegu viðtali við tímaritið Elle sagði Dolly að hún væri ekki alltaf með hárkollu heima hjá sér en myndi þó alltaf blása það upp. „Ég vill alltaf hafa áberandi hár. Þegar ég er heima hjá mér set ég litlu teygjurnar í mig  en ég set alltaf á mig farða og geri hárið eins sætt og ég get,“ sagði hún. „Hárkollur eru bara svo þægilegar. Ég hef svo mikið að gera og ég hef svo marga valmöguleika. Ég á aldrei „slæman hárdag“ og það er gott.“

Dolly birti mynd af sér án hárkollu. Skjáskot/Instagram

Dolly ræddi einnig um hárkollurnar sínar í viðtali við ET. Þar sagðist hún eiga alla vega 365 hárkollur, eina fyrir hvern dag ársins. Hún sagði líka að eiginmanni sínum, Carl Thomas Dean, væri misvel við þær. Sjálf sagði hún að hárkollurnar hennar væru allar stórar og allar kynþokkafullar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“