Líklega teljum við okkur flest hafa náð nokkrum góðum tökum á salerninu og þeim athöfnum sem hefðbundið fara þar fram. Þó er maður vissulega aldrei of gamall til að læra eitthvað nýtt.
Þú ættir alltaf að loka klósettinu áður en þú sturtar niður því annars geta litlir dropar með bakteríum skotist upp í loftið og dreift sér í allt að tveggja metra fjarlægð frá salerninu. Það segir sig sjálft að það er heldur ekki sniðugt að sitja á því á meðan þú sturtar niður.
Það er einnig varhugavert að geyma tannburstann við vaskinn ef klósettið er nálægt.
Það er sýnt betur frá þessu í myndbandinu hér að neðan
@wttproducts I had no idea this happenes everytime you flush … #hygienecheck ♬ Suspense – Perfect, so dystopian