En ólíkt systrum sínum, þeim Kim, Kourtney og Khloé Kardashian og Kylie og Kendall Jenner, hefur hann haldið sig að mestu úr sviðsljósinu síðastliðin ár.
Það vakti því athygli þegar Kim birti mynd af þeim á samfélagsmiðlum, en langt var liðið síðan aðdáendur fjölskyldunnar sáu hann.
Myndin er frá páskunum og má sjá Rob lengst til vinstri við hlið móður sinnar, Kris Jenner, og systra, Kim og Khloé. Dóttir hans, Dream Kardashian, er einnig á myndinni.