Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla dálkinn Dear Deidre.
Konan útskýrir betur stöðuna.
„Ég gekk í gegnum skilnað fyrir nokkrum árum og langaði að kynnast góðum manni. Þannig ég skráði mig á stefnumótaforrit og kynntist þar Simon.
Hann var 58 ára, myndarlegur, fyndinn og kynþokkafullur. Við smullum strax saman. Ég er 47 ára og bíð venjulega með að stunda kynlíf með annarri manneskju, en við gátum ekki látið hvort annað í frið.
Fljótlega var hann byrjaður að gista heima hjá mér tvisvar til þrisvar í viku en við varla sváfum. Eina vandamálið var afbrýðisemi hans.“
Hún kom fljótt í ljós. „Eitt skiptið rákumst við á fyrrverandi kærasta minn og ég kynnti hann sem vin minn. Síðan þegar Simon komst að því að við höfðum deitað þá var hann brjálaður. Hann byrjaði að spyrja mig hvaða öðrum „vinum mínum“ ég hef sofið hjá og hvort það væri hægt að treysta mér yfir höfuð.“
„Hann fékk þráhyggju fyrir samfélagsmiðlunum mínum og sagði mér að eyða karlmönnum af vinalistanum eða blokka þá. Hann meira að segja heimtaði að ég myndi eyða Instagram-síðunni minni, ég samþykkti en vissi ekki hvernig ég átti að gera það, þannig síðan var enn uppi þegar hann athugaði.
Hann algjörlega missti vitið. Hann sagðist augljóslega ekki trúa orði sem ég segi og hætti síðan með mér.“
En hún segir tenginguna hafa verið sterka og fljótlega hafi þau byrjað aftur saman. Þau byrjuðu í sambandsráðgjöf svo að Simon gæti unnið í afbrýðissemisvandanum.
„Eitt kvöldið fékk ég skilaboð á Facebook. Ungur maður kynnti sig sem son Simon og sagði að Simon hafði verið giftur móður hans í 15 ár, þau væru enn saman og ættu tvö börn.
Þetta varð bara verra, hann sagði að ég væri ekki fyrsta konan sem Simon hafði haldið framhjá mér.“
Konan talaði við Simon um málið. „Hann viðurkenndi að hann væri ennþá tæknilega giftur en að þau hefðu ekki deilt rúmi í áratug,“ segir hún og bætir við:
„Ég er miður mín. Hann var að saka mig um framhjáhald en lifði tvöföldu lífi sjálfur. Geta pör komist yfir þetta?“
„Þú hlýtur að vera mjög sár og svekkt. Eftir allt sem hann sagði við þig og allar efasemdirnar í þinn garð, þá er hann hræsnari.
Hann laug ekki aðeins að þér heldur börnunum sínum.“
Ráðgjafinn benti henni síðan á lesefni sem gæti hjálpað henni.
„Ég hvet þig til að fara varlega og setja þig sjálfa í fyrsta sæti. Eins og staðan er núna þá geturðu ekki trúað orði sem hann segir. Og kannski áttu aldrei eftir að gera það.“