fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Þetta eru tíu sólríkustu borgir Evrópu

Fókus
Sunnudaginn 20. apríl 2025 13:30

Cartagena á Spáni er falleg og sólrík borg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska borgin Cartagena er sú sólríkasta í Evrópu. Þetta kemur fram í umfjöllun ferðavefs DailyMail þar sem tekinn var saman topp tíu listi. Það þarf ekki að koma neinum Íslendingi á óvart að spænskar borgir einoka nánast listann en átta slíkar eru á listanum og þar af sitja spænskar borgir í fimm efstu sætunum. Að auki eru ítalska borgin Catania, sem er á Sikiley, og franska hafnarborgin Marseille á listanum.

Flestar spænsku borgirnar eru Íslendingum góðkunnar en til að mynda er Alicante í 2. sæti listans en það er einn vinsælasti áfangastaður Frónbúa á Spáni. Í efsta sæti listans situr hins vegar spænska hafnarborgin Cartagena í Murcia-héraði. Borgin er skammt suður af Íslendinganýlendunni Torrevieja og þarf því kannski ekki að koma að óvart að þar er sólríkt með afbrigðum.

Borgin er auk þess afar falleg, þar drýpur sagan af hverju strái og verðlagt afar hagstætt. Vel heimsóknarinnar virði!

Þetta eru tíu sólríkustu borgir Evrópu:

  1. Cartagena, Spánn – 283 sólardagar á ári
  2. Alicante, Spánn – 279,6 sólardagar á ári
  3. Malaga, Spánn – 279,3 sólardagar á ári
  4. Murcia, Spánn – 277 sólardagar á ári
  5. Granada, Spánn – 274,4 sólardagar á ári
  6. Catania, Ítalía – 273,7 sólardagar á ári
  7. Seville, Spánn – 273,4 sólardagar á ári
  8. Cordoba, Spánn – 268,2 sólardagar á ári
  9. Marseille, Frakkland – 266,1 sólardagar á ári
  10. Madrid, Spánn – 265,4 sólardagar á ári

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 4 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“