Svona hefst bréf karlmanns til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Sally Land.
Maðurinn segist ekki ætla að fara frá eiginkonu sinni.
„Hún hefur áður haldið framhjá mér og viðurkenndi það, en ég er viss um að hún hefur haldið framhjá mér margoft síðan þá, sem hún neitar fyrir.
Ég elska hana og mun ekki fara frá henni. Ég vil bara að hún sé hreinskilin. Við erum komin langt á fimmtugsaldur og höfum verið gift í 20 ár. Börnin okkar eru fullorðin og flutt að heiman.“
Maðurinn rifjar upp fyrsta framhjáhaldið.
„Fyrir tveimur árum komst ég að því að hún hafði átt í ástarsambandi með samstarfsmanni í tvö ár. Ég fyrirgaf henni og sagði að við ættum að líta fram á veginn.
Allt virtist í fínasta lagi þar til fyrir sex mánuðum. Ég fór að taka eftir vísbendingum um að hún væri aftur að gera eitthvað af sér. Hún var alltaf að senda einhverjum skilaboð, þetta var alveg eins og þegar ég uppgötvaði fyrsta framhjáhaldið.
Hún þurfti oft að vinna fram eftir, eða hitta viðskiptavini um kvöld. Síðan fékk ég áfall þegar ég sá bréf frá Húð og kyn þar sem hún átti tíma. Ég spurði hana út í það og hún sagðist bara vera á leiðinni í venjulega skoðun.
Síðan um daginn var hún í stuði fyrir kynlíf, sem gerist sjaldan, og á meðan því stóð tók ég eftir marblettum í laginu eins og fingur á læri hennar.
Mér dettur bara í hug eina leið hvernig hún gæti hafa fengið marblettina, kynlíf. Innsæið segir mér að hún hefur verið að stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, en ég get ekki sannað neitt. Ég hef spurt hana og jafnvel sagt við hana að hún þurfi ekki að vera hrædd að segja mér sannleikann því ég get fyrirgefið allt. Þetta er að gera mig geðveikan, hvað á ég að gera?“
„Það gæti verið erfitt að heyra þetta, en ég velti því fyrir mér hvort að vegna þess að þú hefur sagt að það skipti ekki máli hvort hún haldi framhjá, að þú sért tilbúinn að fyrirgefa hvað sem er, að það sé hluti af vandamálinu.
„Kannski líður henni eins og það sé tilgangslaust að viðurkenna þetta, þar sem þú verður bara leiður en hún þarf ekki að glíma við neinar afleiðingar. Og kannski er hún að halda framhjá því þú leyfir henni það, hún er að athuga hversu langt hún þarf að ganga þar til þú segir að „nú sé komið nóg.“
En hvað sem það er þá er samband ykkar ekki heilbrigt og ég hef áhyggjur af þér. Þú átt ekki að leyfa fólki að gera það sem það vill, þó þú elskir það.
Þú þarft kannski að sætta þig við að hjónaband ykkar er ekki að virka.“