fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

„Shit hvað þetta er leiðinlegt lag“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. apríl 2025 12:00

Jóhanna Guðrún. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona er gestur Einars Bárðarsonar í nýjasta þættinum af Einmitt. Jóhanna er ein af okkar allra besta söngkonum og hefur verið frá því að hún var 10 ára. Eins skrítið og það kann að hljóma var eitt stærsta comeback íslenskrar tónlistar árið 2009 þegar hún landaði 2. sæti í Eurovision þá aðeins 18 ára. Þau Einar og Jóhanna ræða ferilinn hennar, Eurovision, FM95Blö og hvað Mömmur þurfa bara nauðsynlega að djamma í þessum skemmtilega þætti. 

Vildi ekki gleymast í hillinu í Bandaríkjunum

Jóhanna var í raun á hálfgerðum krossgötum sautján ára. Þá hafði hún dvalið löngum stundum í Bandaríkjunum með umboðsmanninum sínum Maríu Björk og þær unnið mikið af efni og þróað í samvinnu með heimsþekktum upptökustjóra. 

Þá var staðan orðið þannig að erlendu aðilarnir vildu bíða með að gefa út þangað til ég yrði eldri.

Þær María hefðu ekki verið tilbúnar í það. Þeirri stöðu fylgir alltaf sú áhætta fyrir listamanninn að gleymast í þeirri bið. 

Shit hvað þetta er leiðinlegt lag

Þarna um haustið var hún að syngja Madonnu lög í samnefndri sýningu á Hótel Íslandi. 

Þegar ég var að klára síðustu sýningarnar á Madonnu showinu sem fór af stað í miðju hruninu þá var ég að hugsa ég þyrfti bara að finna mér eitthvað almennilegt verkefni eða bara fara finna mér eitthvað annað, fara að klára skólann eða að fara að vinna  einhvers staðar, rifjar Jóhanna upp. 

Þá fæ ég þetta e-mail frá Óskar Páli með demo sem var þá allt öðruvísi, í svona óperustíl og ekki mikið í gangi í laginu og ég hugsaði bara: Shit hvað þetta er leiðinlegt lag, segir Jóhanna og hlær. 

Endurnýjaði tilveru Jóhönnu í tónlist

En öll þjóðin þekkir það sem á eftir kom. Jóhanna heillaði Evrópu upp úr skónum með einlægum, tilgerðarlausum en um leið stórbrotnum flutningi og lagið reis upp eins og fuglinn Fönix og skaut Jóhönnu inn í nýjan kafla í sínum ferli og endurnýjaði tilveru hennar í íslenskri popptónlist. Síðan hefur Jóhanna verið ein af ástsælustu söngkonum þjóðarinnar. 

Ekki viss um mömmu djammið

Talið berst þá að lagavalinu því Jóhanna endurtekur það sem hún hefur oft sagt um Is it True og svo Mamma þarf að djamma sem eru klárlega hennar allra þekktustu lög að hún sé ekkert alltof góð í að sjá fyrir eða heyra hvaða lag muni slá í gegn og hvað ekki. 

Ég var alls ekki viss hvað myndi verða úr Mamma þarf að djamma ég var bara viss um að með mann eins og Braga Valdimar og Baggalúts strákanna á bak við lagið þá myndi það klárlega verða stórt.

Geri bara það sem mér finnst skemmtilegt

Jóhanna er í dag 34 ára og sér ekki annað fyrir sér en að syngja á meðan röddin leyfir. Hún drekkur ekki og hreyfir sig fimm sinnum í viku, passar að fá góðan svefn. Eða eins mikið og móðir getur leyft sér og þannig passi hún upp á hljóðfærið sitt. Einar talar um það hvað hún hafi getað leyft sér fjölbreyttan feril, því þrátt fyrir að vera þekktust fyrir að syngja ballöður betur en nokkur önnur þá hleypi hún fram af sér partý geninu með strákunum í FM95Blö og sé í raun ómissandi þáttur í öllum þjóðhátíðarpartýum. 

Já ég geri bara það sem mér finnst skemmtilegt, segir hún og hlær.

Samtal þeirra má í heild sinni má heyra hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“