fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Hversu vel þekkirðu Sódóma Reykjavík?

Fókus
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 17:30

Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska „költ-kvikmyndin“ Sódóma Reykjavík, í leikstjórn Óskars Jónassonar, sem fjallar um ævintýralega leit bifvélavirkjans Axels að sjónvarpsfjarstýringu móður sinnar, er mörgum eftirminnileg og í raun hjartfólgin. Hún var frumsýnd árið 1992 en með útgáfu á VHS, DVD og endursýningum hefur verið hægt að rifja hana reglulega upp og mestu aðdáendurnir hafa eflaust horft á hana ansi oft. Myndin hefur öðlast sérstakan sess í íslenskri kvikmyndasögu og því er ekki úr vegi, lesandi góður, að kanna hversu vel þú þekkir þessa sígildu mynd með því að spreyta þig á nokkrum laufléttum spurningum.

Fyrsta orðið sem mælt er í Sódóma Reykjavík er mannsnafn. Nafnið er það sama og nafn eins af höfundum eins þekktasta lagsins úr myndinni. Hvert er nafnið?

Einna þekktasti „frasinn“ úr Sódóma Reykjavík heyrist í nokkrum útgáfum í myndinni en hvaða útgáfa er sú rétta?

Leit aðalpersónunnar Axels, sem leikinn er af Birni Jörundi Friðbjörnssyni, að sjónvarpsfjarstýringu móður sinnar leiðir hann heim til konu, sem leikin er af Sóleyju Elíasdóttur, sem hann þarf síðar að bjarga úr klóm mannræningja. Hvað heitir þessi kvenpersóna?

Ein af persónum myndarinnar, Moli sem leikinn er af Helga Björnssyni, notar annað nafn til að dyljast. Hvert er nafnið?

Í Sódóma Reykjavík leikur stórt hlutverk tegund af gosi sem hafði nokkrum árum áður verið hætt að framleiða á Íslandi. Hvað hét tegundin?

Glæpaforinginn Aggi, sem leikinn er af Eggerti Þorleifssyni, gengur undir viðurnefni sem þó er ekki mikið notað í myndinni. Hvert er viðurnefnið?

Aggi býður í myndinni upp á flugmiða til áfangastaðar á suðrænum slóðum í skiptum fyrir upplýsingar sem leiði til þess að hann komi höndum yfir Mola. Hver er áfangastaðurinn?

Lagið Partýbær með hljómsveitinni Ham er eitt þekktasta lagið sem flutt er í Sódóma Reykjavík. Lagið er flutt svo til í heild sinni og ef lagðar eru við hlustir heyrist hvaða raunverulega bæ lagið fjallar um. Bærinn varð síðar hluti af nýju sveitarfélagi. Hver er partýbærinn?

Eitt frægasta atriðið í Sódóma Reykjavík er þegar Axel hrópar heimilisfang sitt inni á skemmtistað fullum af fólki, með miklum afleiðingum. Húsnúmerið er skáldskapur en götuheitið raunverulegt. Hver er gatan?

Hvað heitir móðir Axels? eigandi sjónvarpsfjarstýringarinnar sem hann þarf að leggja svo mikið á sig til að leita að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Karen segir enga hljómsveit hafa gert íslenskunni jafn mikið gagn – „Þetta er þjóðarauður“

Karen segir enga hljómsveit hafa gert íslenskunni jafn mikið gagn – „Þetta er þjóðarauður“