fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Hvað er skírdagur?

Fókus
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 07:00

Á skírdag er minnst síðustu kvöldmáltíðar Jesú og lærisveina hans, þegar hann meðal annars þvoði fætur þeirra. Mynd: Skjáskot úr kynningarstiklu kvikmyndarinnar The Last Supper, sem frumsýnd var fyrir skömmu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er skírdagur. Þau sem eru ágætlega lesin í biblíunni eða muna eftir því sem þau hafa lært í kristnum fræðum þekkja eflaust söguna á bak við skírdag og hvað gerðist þann dag í árdaga kristninnar. Fyrir þau sem eru ekki í þeirri stöðu gæti hins vegar verið gagnlegt að gera stuttlega grein fyrir því hvað þessi skírdagur eiginlega er.

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir að orðið skír merki hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus og vísi nafnið þannig til þess að Jesús Kristur hafi þvegið fætur lærisveina sinna þennan dag. Sagnorðið skíra merki þá í þessu samhengi að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt sé þess vegna hreinsun. Átt er þá við forna merkingu þessara orða í norrænum málum. Vitnað er í bókina Saga daganna eftir Árna Björnsson en þar er minnt á að þennan dag hafi Jesús þvegið fætur lærisveina sinna við heilaga kvöldmáltíð þeirra en máltíðin var sú síðasta sem lærisveinarnir neyttu með meistara sínum áður en hann var krossfestur daginn eftir, dag sem síðar var nefndur föstudagurinn langi.

Árni segir í bók sinni að á skírdag hafi til að mynda altari verið þvegið og olía vígð í kaþólskri trú. Hann segir að heitið skírdagur komi fyrir í elstu norrænum textum sem varðveist hafa og eigi sér hliðstæðu í „gamalli ensku“ (e. olde english).

Minnast

Á vef Hallgrímskirkju segir um skírdag:

„Á skírdag er þess minnst að Jesús stóð á fætur, þar sem hann var staddur með sínum lærisveinum til að neyta páskamáltíðar og tók til við að þvo fætur lærisveina sinna. Sem sagt að hreinsa, að skíra. Þannig vildi hann sýna þeim að sá sem mestur teldist hverju sinni hann væri kallaður til að þjóna, ekki til að láta þjóna sér.

Síðan neyttu þeir saman páskamáltíðar sem var siður til að minnast brottfarar þjóðarinnar (Gyðinga, innsk. DV) úr þrældómi öldum fyrr. Þar var í upphafi ferðar, lambi slátrað á hverju heimili, blóð þess fældi frá engil dauðans sem fór um landið og deyddi börn. Í því samhengi sagði Jesús þessi orð þetta er líkami minn og blóðþví hann vissi að senn yrði honum fórnað og vegna dauða hans ættum við von um líf, eilíft líf.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“