Page Six birti myndir sem lögreglan í Santa Fe tók af húsinu eftir að þau fundust bæði látin á heimilinu þann 26. febrúar síðastliðinn ásamt einum af heimilishundunum.
Þótti málið hið dularfyllsta en seinna kom í ljós að Betsy, sem var um 30 árum yngri en Gene, lést úr svokölluðum hantavírus, sem berst aðallega með nagdýrum. Gene, sem var með Alzheimer, lést um viku seinna úr hjartasjúkdómi.
Eins og má sjá á myndunum gengu hjónin illa um og samkvæmt úttekt heilbrigðiseftirlits New Mexico var húsið gróðrastía fyrir hantavírus. Það var gríðarlegur rottu- og músagangur í húsinu.
Sjá einnig: Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy