Leikkonan Liv Tyler rifjar upp augnablikið þegar hún var 11-12 ára á tónleikum með Aerosmith og mamma hennar sagði henni að söngvarinn væri faðir hennar.
„Við sátum á bekk og hún sagði mér alla söguna á mjög einlægan og fallegan hátt,“ sagði hún í hlaðvarpinu Sibling Revelry. „Við fórum síðan baksviðs eftir tónleikana.“
Fram að þessu hélt Liv að tónlistarmaðurinn Todd Lundgren væri faðir hennar.
„Ég var fyrst í áfalli. Eftir tónleikana fórum við heim og ég sat í sófanum við gluggann lengi, mér leið eins og það hafi liðið þrír dagar en það var meira eins og þrír tímar. Síðan áttaði ég mig á því að ég ætti tvo pabba og alla þessa ást.“