Pedro Pascal, ein stærsta sjónvarpsþáttastjarna heims, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í bol til að styðja trans konur. Leikarinn á yngri systur sem er trans kona.
Pascal, sem er frá Síle og hefur gert garðinn frægan í þáttum á borð við Game of Thrones og nú síðast The Last of Us, hélt upp á afmælið sitt í London. Var hann klæddur í bol með áletruninni „Protect the Dolls.“ En það er vísun í stuðning við trans konur.
Yngri systir Pedro, Lux Balmaceda Pascal, kom út sem trans kona árið 2021. Hún er einnig leikari og hefur leikið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Meðal annars lék hún í þáttunum Narcos með Pedro árið 2017.
Eins og sést á myndinni fór vel á með Pedro og Honey Dijon í afmælisveislunni. En hún er plötusnúður og Grammy verðlaunahafi sem er búsett í Berlín.