Sjá einnig: White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live
Aimee sló í gegn í þriðju þáttaröð af vinsælu HBO-þáttunum, White Lotus. Grínistinn Sarah Sherman hermdi eftir Aimee og var með gervitennur, grínið sneri að framtönnum Aimee og var ýjað að því að leikkonan vissi ekki hvað flúor væri.
Sketsinn má sjá hér að neðan, sketsinn með Aimee byrjar á mínútu 2:48.
Aimee gagnrýndi SNL á Instagram og sagði brandarann hafa verið ljótan og ekki fyndinn. Hún sagðist vel getað tekið gríni ef það hittir í mark, en hún sagði grínið hafa verið ódýrt og lélegt. Hún kvaðst seinna um daginn hafa fengið afsökunarbeiðni frá fólkinu á bak við SNL.
Fjölmiðlar fjölluðu um málið í gær og gagnrýndu fjöldi manns grínþáttinn.
Aimee brotnaði niður á götum Suður-London í gær. Vinur hennar og leikarinn Ralph Davis huggaði hana.
‘White Lotus’ star Aimee Lou Wood spotted crying in public after slamming ‘SNL’ for ‘mean’ skit https://t.co/x5BCVvbmBm pic.twitter.com/5KXeg8xNny
— Page Six (@PageSix) April 15, 2025
Tennur Aimee hafa verið mikið til umræðu síðan þriðja þáttaröð af White Lotus fór í loftið. Leikkonan sagðist vera komin með nóg af því í viðtali við GQ fyrir stuttu. Hún sagðist vilja að fólk myndi frekar spá í frammistöðu hennar frekar en framtönnum og hún sagðist einnig velta því fyrir sér hvort karlmaður fengi svipaða meðferð.