Britney Spears hefur gert aðdáendur sína áhyggjufulla með myndbandsfærslu sem hún birti á samfélagsmiðlum. Í myndbandinu sínir hún mjög undarlega hegðun.
„Svo litla. Svo litla að það er skrýtið en ég hef pínu litla nögl á litlaputta,“ segir poppstjarnan í myndbandsfærslunni. Þrátt fyrir að vera bandarísk talar hún með breskum hreim í hinni undarlegu færslu. „Ég hef ekki haft neglur síðan ég var í sjöunda bekk. Ég er að fríka út.“
Fjallað er um málið í breska blaðinu The Daily Mail og sagt að fylgjendur Britney séu margir óttaslegnir um hana og geðheilsu hennar. En hún er með rúmlega 156 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum.
View this post on Instagram
Britney er 43 ára gömul og hefur reglulega sýnt af sér undarlega hegðun í um 20 ár. Um langt skeið var hún sjálfræðissvipt en aðdáendur kölluðu eftir því að hún yrði frelsuð undan því með herferðinni „Free Britney.“ Fékk hún aftur sjálfræði sitt árið 2021.
„Einhver verður að hjálpa þessari stelpu,“ skrifaði einn netverji í athugasemdum við færsluna, greinilega áhyggjufullur um geðheilsu poppstjörnunnar.
„Hjálpi mér. Þetta er fáránlegt. Hún er ekki einu sinni að segja orð. Hún þarf að hafa einhvern heilbrigðan einstakling með sér á öllum stundum. Hún er algjörlega búin að missa tökin á veruleikanum,“ sagði annar.