fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fókus

Leikkonan treysti vini manns síns og leyfði honum að gista heima hjá þeim – Hefði betur sleppt því

Fókus
Laugardaginn 5. apríl 2025 22:55

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Tori Spelling fékk óvænt símtal fyrir nokkrum árum frá fjölmiðli. Miðillinn vildi láta hana vita að til hans hefði leitað aðili sem vildi selja kynlífsmyndband sem leikkonan hafði tekið upp með þáverandi eiginmanni sínum, Dean McDermott.

Þetta var á þeim árum þegar hún og Dean voru með raunveruleikaþætti um heimilislíf sitt, en þættirnir voru í gangi á árunum 2007-2012. Leikkonan opnaði sig um þetta í hlaðvarpi sínu.

„Þarna var valentínusardagur eða eitthvað þannig og ég var í New York. Hann var að taka upp kvikmynd og kom og heimsótti mig og sagði: Hey, við skulum taka kynlífið okkar upp. Við höfðum aldrei gert þetta áður sko.“

Þau höfðu þarna verið gift í nokkur ár og ákváðu að láta á þetta reyna til að krydda aðeins tilveruna.

„Við treystum öllum,“ sagði leikkonan en á þessum tíma áttu þau vin sem þau treystu og leyfðu að gista heima hjá þeim á meðan þau skelltu sér í fjölskyldufrí. „Dean var með upptökuna á tölvunni sinni og vinur, eða aðili sem hann leit á sem vit, var að gista hjá okkur á meðan við skelltum okkur með krakkana til Hawaii. Allavega, þessi vinur tók tölvuna og reyndi að selja til Vivid Video. Þau höfðu samband við okkur og sögðu: Við viljum bara að þú vitir að við afþökkuðum boðið.“

Spelling segir að hún hafi reynt að slá þessu upp í grín og spurði miðilinn hvort hún hefði litið illa út á upptökunni. Hins vegar var þetta alvörumál og enduðu hjónin með að fá nálgunarbann gegn þessum vini sínum.

Spelling segir að eftir á að hyggja hefði myndbandið alveg mátt birtast. „Ég trúi ekki á eftirsjá. En ég er skúffuð að ég sagði nei við Playboy á sínum tíma og í dag, 51 árs gömul, þá vildi ég óska þess að ég hefði setið fyrir á forsíðu Playboy. Ég tók þetta myndband upp með eiginmanni mínum og við vorum saman. Við hefðum átt að leyfa þessu myndbandi að leka.“

Spelling brast svo í grát í þættinum þegar hún rifjaði upp hjónaband sitt og Dean, en þau skildu á síðasta ári.

„Ég er núna 51 árs og aftur einhleyp með fimm börn svo ég veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég vil bara ekki vera ein. Ég vil ekki deyja ein. Ég veit ekki einu sinni hvað ég er að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinberar ástæðuna fyrir því að Bianca Censori fór frá honum

Opinberar ástæðuna fyrir því að Bianca Censori fór frá honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að heimurinn gæti breyst meira á næstu fimm árum en síðustu fimm þúsund árum

Segir að heimurinn gæti breyst meira á næstu fimm árum en síðustu fimm þúsund árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?