fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Leikarinn sem sló í gegn og flúði svo Bandaríkin – „Ég vil vera ósýnilegur“

Fókus
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 13:30

Gabriel Macht er hér til hægri ásamt kollega sínum úr Suits, leikaranum Patrick J. Adams. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna eflaust margir eftir bandaríska leikaranum Gabriel Macht sem sló í gegn sem lögfræðingurinn Harvey Spector í þáttunum Suits.

Lítið hefur borið á leikaranum síðan þættirnir luku göngu sinni árið 2019 og raunar hefur hann ekki tekið að sér neitt hlutverk. Hann ákvað þó fyrir skemmstu að taka að sér takmarkað hlutverk í Suits-afsprenginu Suits L.A.sem nýlega hófu göngu sína.

Í umfjöllun People kemur fram að Macht, sem er orðinn 53 ára, hafi ákveðið að flytja frá Bandaríkjunum til að hugsa um hag barna sinna. Hann og eiginkona hans, hin ástralska Jacinda Barrett, eru nú búsett utan Bandaríkjanna ásamt börnum sínum tveimur, Satine sem er 17 ára og Luca sem er 10 ára.

Eðli málsins samkvæmt eru margir aðdáendur leikarans forvitnir um hvar hann býr en hann ætlar ekki að gefa það upp. Fjölskyldan er þó sögð vera búsett einhvers staðar í Evrópu þar sem er meira næði en í Bandaríkjunum.

„Ég vil vera ósýnilegur og geri það barnanna vegna. Ég vil ekki að þeim líði óþægilega,“ segir hann. Gabriel segist ekki vera hættur að leika heldur vill hann einbeita sér að öðrum verkefnum að sinni.

Hann er hluthafi í viskífyrirtækinu Bear Fight Whiskey þar sem hann tekur meðal annars þátt í markaðssetningu og auglýsingaherferðum.

Sem fyrr segir mun hann koma fram í þáttunum Suits L.A. en hann féllst á að taka verkefnið að sér þar sem honum var boðið upp á góðan sveigjanleika í tökuáætlun fyrir þættina.

Macht ætti ekki að vera á flæðiskeri staddur fjárhagslega eftir leik sinn í Suits. Hann var einn af launahæstu leikurum þáttanna og er talinn hafa fengið 15-20 milljónir dollara fyrir þá, allt að 2,7 milljarða króna, fyrir þá 134 þætti sem hann lék í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum