fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Fókus
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bónus tilkynnti nýjung í gær, svokallað Grísblóm sem er ísblóm með beikonbragði. Margir töldu að um aprílgabb væri að ræða en svo er hins vegar ekki. Samkvæmt tilkynningu er ísinn framleiddur í samstarfi við Emmess ís og til sölu í verslunum Bónus um land allt.

„Okkur langaði að koma viðskiptavininum á óvart og prófa að búa til ís með beikonbragði,“ segir Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónus í tilkynningu. „Við erum alltaf að leita leiða til að gleðja viðskiptavini okkar, ekki aðeins með því að bjóða upp á ódýrar vörur heldur einnig með vöruúrvali,“ bætir hann svo við.

Hugmyndin að Grísblómi var því að vekja upp bros hjá viðskiptavinum. „Þetta er bara eitt skot, verður bara til í takmarkaðan tíma þannig að þetta er svolítið svona fyrstur kemur fyrstur fær dæmi,“ segir Björgvin.

Grísblómið er til sölu í öllum verslunum Bónus meðan birgðir endast og í gær seldust nokkur hundruð stykki.

En hvernig skyldi ís með beikonbragði svo smakkast?

„Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi. Þetta er sætt á móti söltu. Þeir sem elska beikon munu elska þetta líka en það er um að gera að smakka bara,“ segir Björgvin að lokum og hlær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Val Kilmer er látinn

Val Kilmer er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar