fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Erfitt að horfa á stærri menn með kærustunni í kynlífspartýjum

Fókus
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 13:55

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get ekki hætt að stara á aðra karlmenn og óska þess að ég sé meira eins og þeir þegar ég fer í swing-partý með kærustunni minni.“

Svona hefst bréf til Sally Land, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun sem skrifar Dear Deidre pistlana.

Maðurinn lýsir vandamáli sínu. „Þessir menn eru svo karlmannlegir og öruggir, ég missi allan áhuga á því að taka þátt í partýinu. Hvernig get ég hætt að hugsa svona og lært að njóta mín?“

Maðurinn er 40 ára og hefur verið með kærustu sinni í þrjú ár. Hún er 36 ára og hann segir hana verið „kynferðislega ævintýragjarna.“

„Þegar við kynntumst sagði hún að það væri tvennt sem hún væri föst á: Hún vill ekki börn og hún vill sofa hjá öðrum karlmönnum. Við ákváðum að frekar en að vera í opnu sambandi þá myndum við fara í kynlífspartý, þannig myndu engar tilfinningar skerast inn í leikinn,“ segir maðurinn.

„Fyrst þegar ég horfði á hana stunda kynlíf með öðrum karlmanni þá gat ég ekki hætt að horfa á hann. Líkami hans var svo miklu betri en minn og hann var líka mun stærri að neðan. En það sem var verra er að hann virtist kunna nákvæmlega hvernig á að fullnægja kærustunni minni.“

Þetta hafði slæm áhrif á sjálfsöryggi mannsins. „Svo mikil að ég svaf ekki hjá neinni þetta kvöld, ég sagði kærustunni að mér líði ekki vel,“ segir hann.

„En síðan þá hefur þetta alltaf verið eins í öllum partýjum. Þegar ég sé aðra gaura þá missi ég allan áhuga á kynlífi. Ég lýg að kærustunni minni og segist skemmta mér frábærlega, ég hef búið til sögur þar sem ég sef hjá öðrum konum.“

Maðurinn segir að þetta sé byrjað að hafa áhrif á hann í svefnherberginu heima fyrir. „Mér líður eins og hún hljóti að vera að bera mig saman við hina gæjana og ég er bara ekki nógu góður. Hvað get ég gert?“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er ekkert að líkama þínum eða kynferðislegri getu. Vandamálið er að þú ert að fara í kynlífspartý þegar þig langar ekkert að fara, bara til að kærastan þín sé ánægð. Þú hefur engan áhuga á því að sofa hjá öðrum konum og að horfa á hana stunda kynlíf með öðrum karlmönnum er að láta þér líða ömurlega.

Að swinga er ekki fyrir alla. Talaðu við kærustuna þína, ef hún elskar þig þá mun hún vilja finna lausn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Val Kilmer er látinn

Val Kilmer er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar