fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fókus

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi

Fókus
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forvitnir vegfarendur á Laugavegi hafa í dag séð kunnuglegt andlit í sýningarglugga 66°Norður. Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson, þekktur fyrir orkumikla sviðsframkomu, stendur grafkyrr sem lifandi gína í 99 mínútur í tilefni 99 ára afmælis 66°Norður.

@66northJón Jónsson verður lifandi gína á Laugaveginum í dag 🫢

♬ Anxiety – Doechii

Jón er einn af okkar þekktustu tónlistarmönnum í dag og auk þess að vera á kafi í tónlist lék hann knattspyrnu með FH í úrvalsdeildinni í nokkur ár. Hann hefur gert þrjár plötur, Wait for Fate, Heim og Lengi lifum við. 

Jón hefur tekið þátt í sjónvarpsverkefnum, meðal annars var hann einn dómara í Ísland Got Talent og var með fjölskylduþátt á laugardögum sem hét Fjörskyldan, þar sem fjölskyldur kepptust við aðrar fjölskyldur. Árið 2023 stofnaði hann strákahljómsveitina vinsælu IceGuys sem hefur heldur betur slegið í gegn.

Á HönnunarMars verður 66°Norður með sérstaka sýningu, „99 ár – 867.815.464 klukkustundir“, á Listasafni Reykjavíkur dagana 3.–6. apríl.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 1 viku

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan