fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 31. mars 2025 11:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, fjallar um einstaklinga með ADHD og segir marga þeirra setja upp grímu til að fela einkennin. Hún útskýrir málið í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil.

Fólk með ADHD setur oft upp grímu til að fela einkennin í gegnum lærða hegðun.

Talið er að um þriðjungur ADHD burðist með grímu

Af hverju setur fólk með ADHD upp grímu?

Til að þykjast vera eins og hinir sem eru „normal“. Til að finna til öryggis í samböndum. Til að vera samþykkt. Svo við tilheyrum.

Segir einstaklinga með ADHD gaslýsta

Ragnhildur tekur síðan dæmi um skilaboð sem einstaklingar með ADHD fá, sem hún segir að búið sé að gaslýsa: 

„Því það er búið að gaslýsa það í gegnum tíðina.

„Þú ert alltof…..“ svo má fylla í eyðurnar.

Hávær. Dramatísk. Skrýtinn. Pirrandi. Hvatvís.

Talar of mikið.

Ert aldrei kyrr.

Týnir öllu.

Alltaf sein.

Alltof utan við þig.

Mynd: Ragga nagli

Kannastu við þetta?

Ragnhildur segir þetta gert til að forðast að vera stöðugt dæmd af samferðafólkinu.

„Því manneskja með ADHD upplifir alltof oft að vera misskilin. Hún þráir samþykki og viðurkenningu frá hinum.

Ef þetta ert þú þá kannastu kannski við eitthvað af eftirfarandi?

Margtjekka lyklana, veskið, símann því þú hefur týnt dótinu þínu oftar en þú kærir þig um að rifja upp.

Margtjekka hvort slökkt á eldavélinni, sléttujárninu, straujárninu, og hvort hurðin sé læst.

Vinna langt fram á nótt til að ná skilafresti af því frestunaráráttan tók framkvæmdagleðina í gíslingu.

Þykjast vita um hvað er verið að tala þó einbeitningin hafi stimplað þig út fyrir löngu í samtalinu

Þykjast hafa skilið leiðbeiningar en vera svo úti á túni með rollunum þegar kemur að því að fylgja þeim meðan aðrir rjúka af stað.

Herma eftir öðru fólki hvernig það bregst við allskonar aðstæðum og búa til handrit fyrir sjálfan þig.

Hemja þig í að tala ekki of mikið eða deila of miklu.

Þykjast vera með allt upp á tíu en í raun er allt í brunarúst í hjónabandinu, vinnunni og fjármálunum.

Koma aaaaalltof snemma á mikilvæga fundir út af tímablindu og vera alltaf alltof sein.

Þykjast vera með allt á hreinu í skólanum þegar aðrir tala um námsefnið og þú átt kannski ekki bókina.

Skrifa ALLT niður og taka glósur slavískt því vinnsluminnið er svo stutt.

Þróa með þér fullkomnunaráráttu til að fela gallana þína því þér hefur mistekist svo oft í gegnum tíðina.

Segja að allt sé í gúddí á hátíðninni en vera gjörsamlega að bugast undir öllum verkefnum.

Panikþrífa á núlleinni því einhver er að koma í heimsókn til að fela hvað þú draslar mikið til.

Ragnhildur telur því næst upp hvaða afleiðingar þetta getur haft:

Afleiðingar af því að setja upp ADHD grímu

Þróa með þér áráttu-þráhyggju hegðun í að margtjekka alla hluti.

Meðvirkni og manneskjugeðjun með að setja alltaf þarfir annarra fram yfir þínar eigin.

Sækja um vinnur sem þig langar ekkert sérstaklega í vegna þrýstings, og það getur leitt til kulnunar í starfi.

Kemur í veg fyrir raunveruleg vinatengsl og hangir í vinasamböndum sem draga frá þér alla orku.

Getur valdið kvíða og depurð því viðkomandi áttar sig ekki á að einkennin megi skrifa á ADHD.

Getur þannig seinkað greiningu því fólk felur innri baráttuna of vel.

Eykur hættu á fíknihegðun og sókn í deyfandi efni til að forðast óþægilegar tilfinningar sem hefur í för með sér margvísleg heilsufarsleg vandamál.

Missir tengslin við sitt raunverulega sjálf og veit ekki lengur hvað er bara leikrit svo öðru fólki líki vel við þig.

Hugrekki að fella grímuna

Ragnhildur segir að það fella grímuna er hugrekki.

„Að bregðast við á náttúrulegan hátt frekar en hvað þú heldur að fólki vilji heyra.

Að finna hvað sýgur frá þér orku.

Að vera forvitin um hvernig þú bregst raunverulega við í aðstæðum í staðinn fyrir að styðjast við handrit.

Hvað þú raunverulega vilt.

Hver þú raunverulega ert og leyfa einkennunum að skína skært í staðinn fyrir að fela þau.

Skilja þínar þarfir og setja þær í forgang.

Setja skýr mörk til að vernda þarfir þínar.

Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu, og frelsi frá kulnun, meðvirkni og manneskjugeðjun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!