fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fókus

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 29. mars 2025 09:00

Katrín Björk Birgisdóttir. Samsett mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Björk Birgisdóttir, naglafræðingur og áhrifavaldur, er sérlegur áhugamaður um sparnað og gengur YouTube-rás hennar mikið út á sparnað, matarinnkaup, minimalisma og fleira í þeim dúr.

Katrín og eiginmaður hennar eiga tvo drengi saman, sem eru 8 og 10 ára. Hún sýnir frá því á YouTube hvernig hún verslar í kvöldmat fyrir alla vikuna á undir sjö þúsund krónur. Katrín heldur einnig úti Facebook-hópnum Meira með minna þar sem fólk getur rætt saman, deilt og spurt ráða.

Katrín er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV, og við spurðum hana um hennar bestu sparnaðarráð. Hún segir frá því í spilaranum hér að neðan en brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Helstu sparnaðarráð Katrínar

„Alveg fyrst og fremst er að vera með matseðil þega þú ert að fara að versla. Ég versla einu sinni í viku, fólk má alveg gera það oftar eða sjaldnar, en það er gott að byrja á því að gera það einu sinni í viku. Bara ein Bónus, Prís eða Krónuferð. Skrifa lista yfir hvað þarf og ég set frekar meira heldur en minna á listann, til dæmis ef ég er óviss hvort ég þurfi þrjár eða fjórar mjólkurfernur þá kaupi ég fjórar. Því annars ertu að fara aftur út í búðina og þessi mjólkurferna er að fara að kosta fimm þúsund krónur, af því þú ert alltaf að fara að kaupa eitthvað annað líka,“ segir Katrín.

Hún mælir einnig með því að velja upphæð til að eyða í vikuinnkaupin og halda sig við hana.

Hvað eyða þau í viku fyrir fjögurra manna fjölskyldu?

„Ég er að miða við svona 30 þúsund krónur á viku. Þegar ég er að kaupa skyrdrykki og svona fljótlegt sem maður hendir með í nesti, þegar við leyfum okkur það erum við í 35 þúsund krónum, annars 30 þúsund og þá er ég ekki að kaupa litlu Hleðslufernurnar og skyrdósirnar heldur stóru.

Ef ég er ekki að kaupa neitt „skemmtilegt,“ enga orkudrykki, ekkert gos, varla morgunkorn, þá get ég alveg verið í 25 þúsund krónum. En ég get eiginlega ekki farið neðar en það og ég kenni ávöxtum og grænmeti um það. Það er bara 1600 kall fyrir vínber núna, en hvað á maður að gera?“

Katrín fer nánar yfir vikuinnkaupin, hvernig hún skipuleggur þau og matseðilinn og fleira í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Þriggja poka reglan

„Ég hélt að allir væru að gera þetta en svo komst ég að því að svo er ekki,“ segir Katrín hlæjandi.

„Ég er með þrjá poka í frystinum: Brauðendapoka, grænmetispoka og ostapoka. Afgangurinn af ostinum fer í ostapokann og er þar til að pokinn er fullur. Endar af brauði eða ef brauðið fer að verða ónýtt, þá fer það í pokann. Innihald brauðpokans er notað í eggjabrauð.“

Þegar ostapokinn er fullur afþíðir Katrín ostinn og setur hann í matvinnsluvél með rifjárni. „Tekur þrjár mínútur og ég er komin með hálft kíló af osti. Það er fátt meira satisfying en að fá allan þennan ost. Svo er kannski smá hluti af þessu cheddar ostur þannig þetta verður besta pítsa í heimi.“

En hvað með grænmetispokann? „Það eru endar, þegar ég sker af gulrótum og svona, þá sópa ég öllu í þennan poka og þegar hann er fullur geri ég grænmetissoð og helli því ofan í súpu næst og sigta í burtu.“ Einföld leið til að gera næringarríkt soð.

Horfðu á myndbönd Katrínar á YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco
Hide picture