fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fókus

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. mars 2025 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn Svörtu tungurnar og Davíð Ingvi Snorrason standa fyrir einstöku uppboði þessa dagana til styrktar Mottumars. 

Forsaga málsins er sú að nýverið fann Davíð Ingvi algjöran fjársjóð á háloftinu heima hjá ömmu sinni: Óopnað eintak af íslenska spunaspilinu Askur Yggdrasils sem hefur verið með öllu ófáanlegt frá því á síðustu öld. 

„Ég kom heim úr jarðarför hjá félaga mínum sem fór allt of ungur úr krabba og langaði að gera eitthvað fyrir Mottumars,” segir Davíð. „Ég setti mig því í samband við Snæbjörn Ragnarsson, sem ég þekki í raun ekki neitt nema úr þáttunum Svörtu tungurnar, og spurði hvort hann og félagar hans gætu ekki aðstoðað mig að gera eitthvað við spilið í tengslum við Mottumars.”

Snæbirni og Svörtu tungunum leist strax ofboðslega vel á þessa hugmynd og ákváðu að fara með málið alla leið. 

„Þetta áhugamál okkar stuðlar nú kannski ekkert sjálfkrafa að heilbrigði. Við sitjum oft lengi við, hreyfingarlausir og troðum í okkur allskonar mishollu góðgæti. Án þess að vilja ýta undir hina ýktu stereótýpu nördsins er samt frábært að geta lagt okkar af mörkum til styrktar málefninu um leið og við stuðlum að vitundarvakningu hjá hlustendum okkar. Við getum öll gert betur,“ segir Snæbjörn sem íhugar nú alvarlega að skerða myndarlegt skegg sitt í tilefni af Mottumars. „Krabbameinsfélagið tók okkur líka mjög vel og fannst þetta alveg til fyrirmyndar. Þau eru með okkur í þessu hundrað prósent.” 

Úr varð að haldið verður uppboð á gripnum góða á Basta ásamt nokkrum öðrum vel völdum misnördalegum munum. Allur ágóði rennur að sjálfsögðu óskiptur til Mottumars.

„Þetta er bara allt saman svo fallegt. Þessi glæsilegi gripur og þetta glæsilega málefni. Við hvetjum fólk til þess að leggja því lið og kaupa Mottumarssokka eða styrkja á hvaða hátt sem hægt er. Og að sjálfsögðu að bjóða í Askinn því svona tækifæri gefst ekki aftur í bráð,” segir Snæbjörn.

Svörtu tungurnar

Svörtu tungurnar eru skipaðar tíu spunaspilurum sem tóku sig til fyrir tveimur árum og stofnuðu hlaðvarpsþátt um áhugamálið. Hlustendahópur þáttarins hefur vaxið verulega undanfarið en auk þess að fjalla almennt um spunaspil hefur hópurinn tekið upp lifandi setur þar sem spunastjórnandi stýrir sögu með spilurunum, beint í eyru hlustenda.

Hópurinn samanstendur af Birni Stefánssyni, leikara og trommara, Hirti Jóhanni Jónssyni, leikara, Hannesi Óla Ágústssyni, leikara, Ólafi Agli Egilssyni, leikara og leikstjóra, Snæbirni Ragnarssyni, sköpunarstjóra á auglýsingastofunni Pipar\TBWA og meðlimi Skálmaldar og Ljótu hálfvitanna, Hilmi Jenssyni, leikara, Tryggva Gunnarssyni, leikara og leikstjóra, Bjarna Hjartarsyni, bílahönnuði, Hlyni Páli Pálssyni, samskiptastjóra, og Lúðvík Snæ Hermannssyni, hugbúnaðarsérfræðings og eilífðarspunaspilsstjórnanda.

Askur Yggdrasils

Askur Yggdrasils er íslenskt spunaspil (hlutverkaspil) eftir bræðurna Rúnar Þór Þórarinsson og Jón Helga Þórarinsson sem kom út árið 1994. Spilið byggir íslenskri sögu og heiðinni trú, en spilararnir taka að sér ýmiss konar hlutverk í goðsagnakenndri útgáfu af norrænum fornaldarsögum. Askurinn er afar fágætur í dag og góð eintök ganga kaupum og sölum fyrir háar upphæðir.

Hægt er að fylgjast með Svörtu tungunum á Spotify og einnig á vefsíðu þeirra og á umræðuhóp Svörtu tungnanna á Facebook.

Frekari upplýsingar um Ask Yggdrasils má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýnir fyrir og eftir myndir eftir 32 kg þyngdartap og segist aldrei aftur ætla að taka að sér „feit hlutverk“

Sýnir fyrir og eftir myndir eftir 32 kg þyngdartap og segist aldrei aftur ætla að taka að sér „feit hlutverk“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“