fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fókus

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt

Fókus
Miðvikudaginn 26. mars 2025 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta breiðskífa tónlistarmannsins Grétars Lárusar Matthíassonar, eða Grétars Matt, er komin út og ber hún titilinn „Unbreakable“

Platan endurspeglar áratugalanga ástríðu Grétars fyrir tónlist og inniheldur 12 lög sem eru persónulegar sögur.

„Þetta hefur verið draumur í mörg ár,‘‘ segir Grétar sem hefur spilað á gítar frá barnsaldri. Hann var í tónlistarskóla á unglingsárum í Grindavík og færði sig til Reykjavíkur í tveggja ára tónlistarnám hjá FÍH.

Hann hefur alla tíð verið að semja gítarriff og melódíur en gaf sér aldrei tíma til að klára þau fyrr en núna. Það var ekki fyrr en í ágúst 2022 þegar eiginkona hans Karen Dögg gaf honum fjóra stúdíó tíma hjá Stúdíó Paradís í afmælisgjöf, sem verkefnið fór af stað fyrir alvöru. Tímarnir áttu að vera nóg til þess að taka upp eitt heilt lag mögulega en þegar hann vissi af þessum tíma kviknaði í sköpunarkraftinum og áður en hann vissi var hann mættur í stúdíóið með þrjú lög tilbúin og gaf út sinn fyrsta stökul í febrúar 2023. Það losnaði um eitthvað í sköpunarkraftinum og ný lög fóru að fæðast. „En bara að fá þetta spark í rassinn og vita að ég ætti tíma í hljóðveri opnaði einhverja flóðgátt,‘‘ segir Grétar.

Persónulegar sögur

Á plötunni má finna lög sem endurspegla lífshlaup Grétars bæði áföll og gleðistundir. Platan er fjölbreytt í tónlistarstíl en hefur rokk sem grunnstef.
Lagið „barnið mitt‘‘ fjallar um barnsmissi sem hann fór í gegnum árið 2008 þegar hann missir aðra tvíburadóttir sína, Elsu Björt, aðeins viku gamla „Þetta er sorg sem fylgir mér alla tíð,‘‘ segir hann.

Texti lagsins er eftir Kristínu Matthíasdóttur, systur Grétars, sem samdi textann eftir heilunarstund með honum. „Þegar ég las textann, brotnaði ég algerlega saman,‘‘ segir hann. „Það var eins og textinn kæmi beint frá mínu hjarta.“

Titillagið „Unbreakable‘‘ er tileinkað annarri systur Grétars, Laufeyju, sem greindist með blóðkrabbamein árið 2021. Grétar passaði sem stofnfrumugjafi fyrir hana og lagið varð til á hótelherbergi í Svíþjóð í því ferli og var þetta lag samið fyrir hana á meðan gjafaferlinu stóð þegar hún var í baráttu við krabbamein. „Hún hafði verið beygð en ekki brotin, því hún er ,,Unbreakable‘‘. Hún er laus við krabbameinið í dag, ‘‘ útskýrir Grétar.

Lokaviðureign á Karolina Fund

Þegar ljóst var að platan væri að taka á sig mynd þurfti Grétar að leita leiða til að fjármagna verkefnið. Hann leitaði í styrki en fékk enga úthlutun. Í stað þess að láta deigan síga ákvað hann að setja af stað söfnun á Karolina Fund, sem fékk mikinn stuðning. „Það var magnað að sjá hversu margir stóðu með mér. Þetta var áminning um að draumar rætast ef maður hefur trú á sér,“ segir Grétar. Hann er óendanlega þakklátur fólkinu sem lagði verkefninu lið.

Plötuna má hlusta á hér að neðan:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýnir fyrir og eftir myndir eftir 32 kg þyngdartap og segist aldrei aftur ætla að taka að sér „feit hlutverk“

Sýnir fyrir og eftir myndir eftir 32 kg þyngdartap og segist aldrei aftur ætla að taka að sér „feit hlutverk“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“