fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

„Mjög algengt að strákar séu að mála sig“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. mars 2025 11:30

Rakel María Hjaltadóttir Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Förðunarfræðingurinn og ofurhlauparinn Rakel María Hjaltadóttir fór yfir helstu förðunartrendin í hlaðvarpsþættinum Stéttir landsins. 

Í þættinum ræðir Rakel María meðal annars um hverfandi notkun titilsins „MUA“ (Makeup Artist) sem áður var vinsæll á samfélagsmiðlum. Sjálf kýs hún nú að titla sig einfaldlega sem förðunarfræðing, enda segir hún MUA-heitið hafa dalað í notkun síðustu ár.

Þá ræðir hún einnig um muninn milli kynja í förðunarheiminum og segir það miklu algengara en margir geri sér grein fyrir að strákar noti förðun – þó umræðan sé oft takmörkuð og tabúin enn sterk.

„Það er að breytast, það er mjög algengt að strákar séu að mála sig, bara til dæmis Bronzing gelið, BB kremin. Þetta er eithvað sem karlmenn eru að nota, það er að aukast svakalega, mér persónulega finnst það bara geggjað af því ég hugsa oft af hverju mega karlmenn ekki gera þetta,“ sagði Rakel María í þættinum.

„Það hefur oft þótt eithvað „off“ við það, sem það er alls ekki. Strákar eru ekki að setja á sig eye liner og varalit – en bronzing gel, pínu dropi frískar ykkur upp um 10 prósent. Það eru miklu fleiri karlmenn sem að gera það en þora að viðurkenna það. Þetta er svo lítið gamli skólinn að þykja þetta skrítið, mér finnst ótrúlega flott að karlmenn hugsi vel um sig, setja gel í hárið og noti krem.“ 

Eldri karlmenn oft feimnari við sminkið

Hún bendir einnig á að eldri karlmenn séu oft feimnari við að fá farða fyrir sjónvarpsútsendingar, samanborið við yngri karla sem séu yfirleitt afslappaðri gagnvart slíku.

„Ég hef fengið einn sem hreytti í mig, ég lít nú bara út eins og Donald Trump. Ég er ekki að sminka karlmenn mikið, rétt bara aðeins til að fela roðann í húðinni, meðal annars. Ég held að þegar þeir komi síðan aftur búnir að horfa á sig í sjónvarpinu einu sinni ósminkaða, þá leyfi þeir bara sminkunni að gera það sem hún þarf í næstu útsendingu,“ sagði Rakel María.

Rakel María fór einnig yfir þátttöku sína í svokölluðum Bakgarðshlaupum, þar sem hún hefur hlaupið linnulaust í heilan sólarhring – bæði líkamlega og andlega krefjandi upplifun sem krefst úthalds og sjálfsaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum