fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fókus

Arkitekt harmar nýjar breytingar hjá Eymundsson á Skólavörðustíg – „Það er búið að loka þetta alveg af“

Fókus
Fimmtudaginn 20. mars 2025 13:47

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitekt, gagnrýnir nýjar breytingar hjá Pennanum Eymundsson á Skólavörðustíg. Það var áður kaffihús inni í versluninni en ekki lengur, einnig er búið að byrgja fyrir glugga.

Hildur, sem er einnig þekkt sem Hvassó heima á samfélagsmiðlum, tjáði sig um málið á TikTok og hafa myndbönd hennar vakið mikla athygli og taka margir landsmenn undir með henni, að þessi þróun sé synd.

@t1dgabs i def need more #diabetic friends #t1d #type1diabetes #type1 #diabetescreator #diabetes #insulin ♬ ik what its like to feel different – user89879289535

„Ég er með hræðilegar fréttir. Það er búið að taka kaffihúsið á Eymundsson á Skólavörðustíg. Þetta var uppáhaldið okkar, að setjast hérna við gluggann og horfa á fólkið labba framhjá,“ sagði Hildur.

„Það sem er eiginlega sorglegra er að hérna bak við eru gluggar og það er ekki lengur hægt að horfa inn í bókabúðina, það er búið að loka þetta alveg af.“ Hildur segir það einnig brjóta gegn aðalskipulaginu að loka fyrir gluggana.

Tugi manns hafa skrifað við myndbönd Hildar og tekið undir með henni.

„Nei!! What nei!“ sagði einn.

@hildurgunnlaugsPlís einhver laga þetta 🙈♬ original sound – Hvassó heima

„Ef það á að byrgja fyrir gluggana að þá gæti búðin alveg eins verið niðurgrafin í kjallara,“ sagði annar.

„Alveg glatað,“ sagði ein.

„Sammála, ömurleg þróun hvernig þetta er orðið víða,“ sagði einn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús Orri heiðraður á vetrarleikum Special Olympics

Magnús Orri heiðraður á vetrarleikum Special Olympics
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svaf hjá 600 manns í fyrra en leitar nú að ástinni – Mistök sem fasteignasali gerði á stefnumóti með henni

Svaf hjá 600 manns í fyrra en leitar nú að ástinni – Mistök sem fasteignasali gerði á stefnumóti með henni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerir þú þetta í samböndum? – Ragnhildur segir það geta leitt til kulnunar og svefnleysis

Gerir þú þetta í samböndum? – Ragnhildur segir það geta leitt til kulnunar og svefnleysis
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er þynnkan að drepa þig? – „Mömmuráðið, klassík sem margir treysta á“

Er þynnkan að drepa þig? – „Mömmuráðið, klassík sem margir treysta á“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragga nagli deilir skotheldri svefnrútínu – Svona geturðu bætt nætursvefninn

Ragga nagli deilir skotheldri svefnrútínu – Svona geturðu bætt nætursvefninn
Fókus
Fyrir 6 dögum

Árni og Guðrún setja ekki merkimiða á sambandsformið – „Opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma“

Árni og Guðrún setja ekki merkimiða á sambandsformið – „Opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma“