fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Fókus

Svaf hjá 600 manns í fyrra en leitar nú að ástinni – Mistök sem fasteignasali gerði á stefnumóti með henni

Fókus
Þriðjudaginn 18. mars 2025 13:01

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska OnlyFans-stjarna Annie Knight er í leit að ástinni.

Það mætti segja að Knight sé vinsælasta, allavega virkasta, klámstjarna Ástralíu, en hún fékk það viðurnefni eftir að hafa sofið hjá 600 manns í fyrra, 300 árið á undan og svo í ár ætlar hún að sofa hjá 1000 manns.

Knight rataði einnig í fréttirnar þegar henni og samstarfskonu hennar, Bonnie Blue, var vísað frá Fídjíeyjum eftir að hafa auglýst eftir ungum karlmönnum til að stunda kynlíf með.

Sjá einnig: Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Nú er Knight í leit að ástinni, en hún segir erfitt að finna þann eina rétta. Hún fór á fyrsta stefnumótið sitt í tvö ár og hefur nú farið á tvö fyrstu stefnumót, hvorugt fór vel.

Klámstjarnan er 28 ára og langar að finna einhvern til að verja lífinu með.

„Ég er að leita að einhverjum heiðarlegum, einhverjum með opinn huga, dæmir ekki, virðir starfið mitt og einhver sem lætur mig hlæja. Útlitið skiptir ekki eins miklu máli en ég verð auðvitað að laðast að honum,“ sagði Knight við News.com.au.

Mynd/Instagram

„Ég veit að núna er rétti tíminn til að finna ástina því ég er tilbúin. Ég er enn í sama starfinu en ég er 28 ára og lifi þessu ótrúlega lífi og það væri æðislegt að geta deilt því með einhverjum.“

Knight fór á stefnumót um daginn, hennar annað fyrsta stefnumót, með fasteignasala. Hún sagðist þykja leiðinlegt að „ýta undir steríótýpuna“ en sagði manninn hafa verið „fávita.“

Hún nefndi nokkra hluti sem maðurinn gerði sem heillaði hana ekki.

„Honum fannst hann svo mikilvægur, talaði bara um sig sjálfan allan tímann, hann hafði engan áhuga að vita neitt um mig,“ segir hún.

„Það var skrýtið en hann sagðist ekkert vera á móti vinnunni minni, en þeir segja það alltaf.“

Ekki dans á rósum

Klámstjarnan sagði að allir karlmenn sem hún hefur farið á stefnumót með síðastliðin fjögur ár hafi sagt að þeir væru ekkert á móti vinnunni hennar, en þeir hafi síðan hætt að tala við hana.

„Ég á svo margar ömurlegar reynslusögur um stefnumótaheiminn í farveskinu. Eins og einn gaur ætlaðist til þess að ég myndi borga því ég þénaði meira en hann.“

Knight sagði að það væri líka „aumingjalegt“ að biðja konu um að borga helminginn. Hún sagði að ef fólk hefur ekki efni á því að bjóða henni út að borða þá ætti það að sleppa því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir „kynlífsóðustu konu Ástralíu“ stígur fram

Móðir „kynlífsóðustu konu Ástralíu“ stígur fram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ert þú með frestunaráráttu? Þá þarftu að lesa þetta

Ert þú með frestunaráráttu? Þá þarftu að lesa þetta
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eltihrellirinn er kona sem fyrrverandi kærasti hennar svaf hjá – „Ég óttast hversu langt hún er tilbúin að ganga“

Eltihrellirinn er kona sem fyrrverandi kærasti hennar svaf hjá – „Ég óttast hversu langt hún er tilbúin að ganga“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“