fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Fókus

Er þynnkan að drepa þig? – „Mömmuráðið, klassík sem margir treysta á“

Fókus
Mánudaginn 17. mars 2025 21:51

Bolli Már Bjarnason. Mynd: KSJ/DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolli Már Bjarnason útvarpsmaður á K100 með meiru hélt upp á afmælið sitt síðasta laugardagskvöld á Hótel Holt. Veislan var heljarinnar húllumhæ og Bolli Már skemmti sér fram á nótt með vel völdum hópi. Hins vegar var ekki jafn gaman á sunnudeginum þegar hann upplifði eina verstu þynnku lífs síns.

Í Ísland vaknar á K100 lýsir hann sunnudeginum sem „fullkomnum viðbjóði.“ „Ég var búinn að draga alla á flot og gat ekki verið fyrsti maðurinn heim. Ég var látinn vita af því. Þegar ég ætlaði að drífa mig, þá var bara „no, no, no“.

„Við vorum dansandi til að verða þrjú. Það gerist ansi sjaldan – og nú man ég af hverju það gerist svona sjaldan,“ sagði Bolli og hló.

„Dagurinn í gær var … ég náði ekki einu sinni að finna fyrir því að Liverpool tapaði úrslitaleik. Mér leið það illa að ég gat ekki einu sinni farið inn í það að Liverpool væri að tapa. Það skipti mig ekki máli. Sem var reyndar kannski ágætt.“

Bolli segist hafa legið stjarfur nánast allan daginn á meðan hann reyndi að drekka vatn, fá sér steinefni og sölt og pantað sér skyndibita með Wolt.

Hlustendur eiga ráð við öllu, og þeir ásamt meðþáttastjórnenda Bolla, Þór Bæring deildu ýmsum ráðum við þynnkunni. Hér eru nokkur þeirra:

Áður en þú prófar leiðir til að losna við þynnku er alltaf best að ráðfæra sig við lækni.

  1. Ekki drekka áfengi. Augljósasta leiðin til að sleppa við þynnku er einfaldlega að sleppa því að drekka.
  2. Sofa vel og lengi. Svefninn er lykilatriði þegar líkaminn er að jafna sig eftir áfengisneyslu.
  3. Fá sér engifer. Engifer er þekkt fyrir að draga úr ógleði og getur hjálpað til við að róa maga.
  4. Taka á því í ræktinni og svitna vel. Sumir sverja við að hreyfing og sviti hjálpi líkamanum að losa sig við eiturefnin hraðar.
  5. Hreyfa sig. Að liggja alveg kyrr getur gert hlutina verri. Létt hreyfing getur örvað blóðrásina og dregið úr vanlíðan.
  6. Borða eitthvað. Bara eitthvað. Það getur hjálpað til við að koma blóðsykrinum í jafnvægi.
  7. Ekki fá þér afréttara. Að drekka meira áfengi daginn eftir frestar bara vandamálinu.
  8. Vítamín. Sérstaklega C-vítamín, B-vítamín, magnesíum og sölt – allt efni sem líkaminn getur verið laskaður af eftir áfengisneyslu.
  9. Mömmuráðið. Kókómjólk og samloka áður en þú ferð að sofa – klassík sem margir treysta á.
  10. Ofnæmislyf, eins og Lóritín. Sum ólyfseðilskild ofnæmislyf, sérstaklega andhistamín, hafa verið rannsökuð í tengslum við þynnkueinkenni. Það er vegna þess að áfengi getur aukið losun histamíns í líkamanum, sem stuðlar að bólgum og vanlíðan. Því er talið að andhistamínlyf gætu dregið úr sumum einkennum, eins og höfuðverk og ógleði. „Þetta er svindltafla,“ sagði einn hlustandi sem lýsti því hvernig hannd prófaði þetta ásamt vinum sínum í veiðiferð. Hann sagðist varla hafa trúað því hversu hressir allir voru eftir eina heljarinnar nótt. ⚠ Við tökum þó fram að þessi notkun er enn á rannsóknarstigi og ekki til viðurkennd meðferð gegn þynnku. Þar að auki geta ofnæmislyf haft aukaverkanir eða milliverkanir við önnur lyf. Best er því að ráðfæra sig við lækni áður en slík lyf eru notuð.
  11.  Pylsa með öllum sósum, kók, lakkrísrör og Draumur. Vel af remúlaði, kók í gleri, Draumur og lakkrísrör – sumir treysta á þetta sem fullkomna þynnkumáltíð.

Niðurstaðan hjá þeim félögum var að besta ráðið væri einfaldlega að sleppa þessu öllu saman og kunna sér hófs. 

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aron Can náði ótrúlegum tíma í maraþoninu í Los Angeles

Aron Can náði ótrúlegum tíma í maraþoninu í Los Angeles
Fókus
Í gær

Ragnhildur fór í ræktina í útlöndum og fékk spurningu sem kom flatt upp á hana – Svar hennar vakti undrun

Ragnhildur fór í ræktina í útlöndum og fékk spurningu sem kom flatt upp á hana – Svar hennar vakti undrun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamaður óttast að vera ekki velkominn á Íslandi – „Hvernig er best að falla inn í hópinn?“

Bandaríkjamaður óttast að vera ekki velkominn á Íslandi – „Hvernig er best að falla inn í hópinn?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Árni Björn: „Í gegnum alla þessa vinnu þá komst ég að ákveðnum hlutum um sjálfan mig“

Árni Björn: „Í gegnum alla þessa vinnu þá komst ég að ákveðnum hlutum um sjálfan mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Austurland að Glettingi rýfur 31 árs þögn

Austurland að Glettingi rýfur 31 árs þögn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sækir um skilnað eftir að hafa komist að skuggalegu leyndarmáli eiginkonu sinnar

Sækir um skilnað eftir að hafa komist að skuggalegu leyndarmáli eiginkonu sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óvænt áhrif Ozempic á ástarlífið – Fyrrverandi kærastar skyndilega fullir eftirsjár

Óvænt áhrif Ozempic á ástarlífið – Fyrrverandi kærastar skyndilega fullir eftirsjár
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bestu vinkonur byrjuðu á sitthvoru þyngdartapslyfinu – Gjörólíkar upplifanir

Bestu vinkonur byrjuðu á sitthvoru þyngdartapslyfinu – Gjörólíkar upplifanir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Orðrómur um leynileg göng þakin líkamsleifum undir heimili Gene Hackman – Er eitthvað hæft í þessu?

Orðrómur um leynileg göng þakin líkamsleifum undir heimili Gene Hackman – Er eitthvað hæft í þessu?