fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Sviðsetti Elvis Presley andlát sitt?

Fókus
Miðvikudaginn 12. mars 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsæriskenningar hafa sérstakt aðdráttarafl, hvort sem þær varða stjórnmál, stóra viðburði í mannkynssögunni eða jafnvel þekkta einstaklinga sem við þurfum að kveðja áður en við vorum tilbúin til þess. Sumir gætu haldið því fram að þetta sé hlutur af mannlegu eðli – að spyrja stórra spurninga, að efast og halda í vonina að við séum ein af þeim sem sjáum í gegnum einhverja stóra lygi. Fyrir aðra er þetta frábær dægrastytting og gaman að velta fyrir sér öllum hliðum.

Það gera félagarnir á hlaðvarpinu Álhatturinn einmitt. Að þessu sinni tóku þeir fyrir fræga samsæriskenningu sem flestir þekkja og varðar andlát goðsagnarinnar Elvis Presley. Einhverjir hafa nefnilega haldið því fram að Elvis hafi ekki látið lífið í ágúst árið 1977. Að vissu leyti er kenningin mjög skiljanleg. Presley, elskaður og dáður, var aðeins 42 ára þegar hann lést. Aðdáendur hans voru sumir ekki tilbúnir að sætta sig við þetta. Vinsælasta samsæriskenningin um andlát hans er einmitt sú að hann hafi sviðsett andlát sitt til að komast burtu úr sviðsljósinu og fá frið frá fjölmiðlum. Þessu var auðveldara fyrir marga að trúa. Hann er ekki farinn, hann er bara í felum. Hann lifði lífi sínu hamingjusamur til æviloka eins og í ævintýrunum. Aðrir halda því fram að skýringin sé öllu dekkri. Elvis hafi mögulega endað í vitnavernd eða hreinlega ætlað sér að græða meiri peninga.

Vitnavernd eða peningaplokk?

Þeir sem þessu trúa hafa rökstutt mál sitt með margvíslegum hætti og ófá eru vitnin sem eru sannfærð um að hafa hitt eða séð Elvis eftir að hann lést. Álhattar kafa ofan saumana á þessu í þætti sínum en í lýsingu þáttar segir:

„Elvis Aaron Presley er einn merkasti tónlistarmaður allra tíma og að margra mati óumdeildur konungur rokksins. Með sínum mjaðmahnykkjum og einstakri sviðsframkomu og söng náði hann að heilla heimsbyggðina og verða að ótrúlegri stórstjörnu sem naut hylli allra. En rétt eins og með aðrar stórstjörnur þá var stutt í sukkið og smám saman fór að síga á ógæfuhliðina. Elvis sökk djúpt í fen óreglu og fíknar og endaði sem offitusjúklingur og lyfjafíkill sem lést af völdum hjartaáfalls langt fyrir aldur fram. Eða svo segir sagan.

En getur verið að Elvis eða einhverjir aðrir á hans vegum hafi hreinlega sviðsett dauða hans? Var þetta ein allsherjar blekking skipulögð af Elvis og útgáfurisunum til þess að græða meiri peninga? Eða fór Elvis í vitnavernd og felur eftir að hafa borið vitni gegn svikahrappi fyrir rétti? Eða getur verið að mafían og aðrir eigendur spilavídda í Vegas hafi haft eitthvað með málið að gera? Hvað með vini allra álhatta í FBI? Eða vildu Elvis og fjölskylda kannski fá frið frá öllu sviðsljósinu og um leið skapa mystík í kringum andlát hans til þess að geta markaðssett búgarð hans og heimili Graceland sem stórfenglegan ferðamannastað um ókomna tíð og gera plötur hans vinsælli?“

Hver er þessi John Burroughs?

„Lengi hefur fólk karpað um það hvort Elvis hafi raunverulega látist 16. ágúst 1977 eða hreinlega farið í felur. Ef Elvis væri enn á lífi væri hann orðinn níræður sem verður að teljast afar ólíklegt í ljósi óheilbrigðra lifnaðarhátta hans og rokkstjörnulífernis. Hann var í mikilli yfirþyngd og bruddi alls kyns lyfseðilsskyld lyf af mikilli áfergju, slíkt getur hæglega dregið mann til dauða. En kannski er það bara yfirklór frá FBI, mafíósum til þess að fela sannleikann? Heyrst hefur að maður að nafninu John Burroughs, sem var þekkt dulnefni Elvisar, hafi keypt flug frá Memphis til Argentínu sama dag og Elvis lést, en það hefur ekki fengist staðfest auk þess sem ekkert beint flug var frá Memphis til Argentínu á þessum tíma. Hvers vegna var nafnið hans rangt skrifað á dánarvottorðið og legsteininn?

Hvað raunverulega varð um Elvis, hvort hann lést 16. ágúst 1977 eða mörgum árum síðar eða lifir jafnvel enn góðu lífi á einhverri sólarströnd, hefur löngum verið mörgum aðdáendum tónlistarmannsins og Álhöttum um veröld alla mikil ráðgáta. En þetta er einmitt umræðuefni nýjasta þáttarins af Álhattinum þar sem þeir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór velta fyrir sér þeirri langlífu og mjög svo áhugaverðu samsæriskenningu að dauði Elvis Presley hafi verið sviðsettur og eitt stórt sjónarspil. Yfirgaf Elvis í raun bygginguna sem vér köllum Hótel Jörð eða er hann ef til vill enn í byggingunni og á meðal vor?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað gerir maður til að verða sér úti um aukatekjur? – Hugmyndir íslenskra netverja eru fjölbreyttar, fyndnar og sumar ólöglegar

Hvað gerir maður til að verða sér úti um aukatekjur? – Hugmyndir íslenskra netverja eru fjölbreyttar, fyndnar og sumar ólöglegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sex mistök sem notendur þyngdartapslyfja gera

Sex mistök sem notendur þyngdartapslyfja gera
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þakklát fyrir erfiðleikana – „Ég þorði að vera berskjölduð, ég þorði að vera ég“

Þakklát fyrir erfiðleikana – „Ég þorði að vera berskjölduð, ég þorði að vera ég“