Á verðlaunaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Tampere í Frakklandi á laugardagskvöld var tilkynnt að að áhorfendur hátíðarinnar hefðu valið O (Hringur) sem bestu mynd hátíðarinnar.
Eru þetta fjórðu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar og er hún einnig komin í forval Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025.
Ingvar E. Sigurðsson fer með aðhlutverkið en myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og framleidd af Heather Millard.
O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hefur verið á ferðalagi um heiminn síðan.