Glæsileg íbúð við Laugaveg er komin á sölu, en eignin á sér skemmtilega sögu því þar var áður salur 2 í Stjörnubíó.
Íbúðin er 2-3 herbergja 145,9 fm á tveimur hæðum við Laugaveg 96 í Reykjavík. Húsið var byggt árið 1967. Birt stærð skv. Þjóðskrá Íslands er 145,9m2 þar af milliloft 39,6m2. Hluti íbúðarinnar er undir súð og er því gólflöturinn stærri.
Neðri hæðin skiptist í forstofu, snyrtingu, geymslu, eldhús, stofu og svalir.
Efri hæðin skiptist í tvö herbergi, fataherbergi (hægt að nota sem herbergi), baðherbergi og opið rými (innisvalir).
Eldhúsið er með vandaðri sérsmíðaðri innréttingu og Miele tækjum, granít borðplötu og innfelld lýsing er í lofti. Mikil lofthæð upp í rúma 5,2 metra.
Útgengt er af miðpalli út um tvöfalda hurð út á 20 fm skjólgóðar suðursvalir meðfram allri íbúðinni, með möguleika á að stækka svalir enn frekar. Á gólfum neðri hæðar, stiga, palli og gluggakistum er marmari og íslenskt blágrýti. Borðplata á snyrtingu er úr íslensku blágrýti.
Efri hæðin er í norðurhluta íbúðarinnar og er gengið upp á rúmgóðar innisvalir með sérsmíðuðu smíðajárnshandriði og sérsmíðuðum, innbyggðum bókahillum með rúmgóðum skúffum. Búið er að útbúa herbergi á innisvölum með opnanlegum glugga inni í alrými. Baðherbergi er með sérsmíðaðar innréttingar, marmara á veggjum, granít á gólfi og borðplötu og sérsmíðaðan granít sturtuklefi.
Hljóðdempun og hljóðeinangrun eru mjög góð í íbúðinni þar sem hún var áður bíósalur.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.