fbpx
Sunnudagur 23.mars 2025
Fókus

Myndband: Kötturinn Diego hakkar í sig mús í Hagkaup

Fókus
Föstudaginn 7. mars 2025 13:30

Kötturinn landsfrægi gæddi sér á músinni með bestu lyst fyrir framan gesti verslunarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppátæki kattarins Diego vekja alltaf mikla athygli enda óumdeilt að um er að ræða frægasta kött landsins. Diego er vinsæll á samfélagsmiðlum og nú er myndband af kettinum í mikilli dreifingu á Tiktok þar sem hann sést gæða sér á músargreyi í verslun Hagkaupa í Skeifunni fyrir framan viðskiptavini búðarinnar.

Rétt er að vara viðkvæma við myndbandinu, sem sjá má hér fyrir neðan, enda étur Diego músina af áfergju.

Mikið uppnám varð fyrir jól þegar óprúttinn aðili stal kettinum. Eigandi kattarins lét þá vita að hann hefði ekki skilað sér heim og svo fór að ekkert spurðist til hans í rúmlega einn og hálfan sólarhring samhliða sögum um að maður hefði sést taka hann og fara með hann í strætó. Að endingu fannst Díegó heill á húfi og var síðan skilað til eiganda síns, aðdáendum hans til mikillar gleði. Kötturinn hélt síðan uppteknum hætti og fór að mæta í verslunarinnar Hagkaup og A4 í Skeifunni þar sem hann virðist kunna afar vel við sig.

Hér má sjá myndbandið af Diego:

@skuli.hilmarsson♬ Funny – Gold-Tiger

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja Markle sífellt að þykjast fyrir samfélagsmiðla – „Hún er gangandi svindl“

Segja Markle sífellt að þykjast fyrir samfélagsmiðla – „Hún er gangandi svindl“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Árni Björn segir viðbrögðin við viðtalinu sýna hvað karlmenn svífast einskis – „Plís, hafðu eitthvað smá fram að færa ef þú ætlar að reyna við konuna mína“

Árni Björn segir viðbrögðin við viðtalinu sýna hvað karlmenn svífast einskis – „Plís, hafðu eitthvað smá fram að færa ef þú ætlar að reyna við konuna mína“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkona sakar hertogahjónin um að vera atvinnufórnarlömb – „Það er árið 2025 og enginn nennir fórnarlömbum lengur“

Leikkona sakar hertogahjónin um að vera atvinnufórnarlömb – „Það er árið 2025 og enginn nennir fórnarlömbum lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn nær óþekkjanlegur – Segir að þyngdartapið hafi ekki verið það erfiðasta

Leikarinn nær óþekkjanlegur – Segir að þyngdartapið hafi ekki verið það erfiðasta