fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fókus

Varpar fram nýrri kenningu um dauða Gene Hackman og eiginkonu hans

Fókus
Fimmtudaginn 6. mars 2025 11:30

Gene Hackman og Betsy Arakawa gengu í hjónaband árið 1991. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðgátan um dauða bandaríska stórleikarans Gene Hackman og eiginkonu hans, Betsy Arakawa, er enn óleyst en hjónin fundust látin á heimili sínu í Santa Fe í síðustu viku.

Hackman var orðinn 95 ára en Betsy var 65 ára en talið er að þau hafi verið látin í þó nokkuð marga daga áður en þau fundust.

Ýmsum kenningum hefur verið varpað fram um andlátin, allt frá gasleka til sameiginlegs sjálfsvígs. Báðar kenningar þykja þó langsóttar og var til dæmis greint frá því í gær að nær útilokað væri að gasleki hefði átt þátt í dauðsföllunum.

James Gill, læknir og yfirmaður deildar sem hefur yfirumsjón með læknisfræðilegum rannsóknum á dánarorsökum í Connecticut, segir í samtali við People að mögulega hafi Arakawa dáið úr því sem stundum er kallað harmslegill, eða „broken heart syndrome“.

Tekið er fram í umfjölluninni að Gill komi ekki með neinum hætti að rannsókninni og því sé aðeins um að ræða getgátur.

Þetta fyrirbæri er ekki óþekkt og segir Gill að hugsanlega hafi Arakawa komið að eiginmanni sínum látnum og hún hafi í kjölfarið fengið heilkennið sem líkist um margt hjartaáfalli.

Gill segir líklegast, miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, að Hackman og Arakawa hafi dáið af náttúrulegum ástæðum og það ýti undir þá kenningu að Arakawa hafi dáið úr „broken heart syndrome“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta
Fókus
Í gær

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon
Fókus
Fyrir 3 dögum

Köttur Þórunnar Antoníu fórst í slysi: „Hjörtu okkar eru brotin“

Köttur Þórunnar Antoníu fórst í slysi: „Hjörtu okkar eru brotin“