Áhrifavaldinum Sunnevu Einarsdóttur er margt til lista lagt og er hún til dæmis mjög flink að baka fallegar kökur. En mistökin geta að sjálfsögðu alltaf gerst en það er óhætt að segja að kvöldbakstur Sunnevu hafi verið algjört fíaskó og eins og einn netverji sagði, þá hefðum við ekki trúað þessu án þess að hafa horft á myndbandið sem Sunneva birti á TikTok.
Hvert óhappið gerðist á fætur öðru en það sem gerði útslagið var þegar hundur Sunnevu, Rómeó, komst í kökuna og þurfti hún að byrja alveg upp á nýtt.
Horfðu á myndbandið hér að neðan, en það hefur slegið í gegn síðan hún birti það í gær.
@sunnevaeinarsjust wait for it…♬ original sound – 𝐁𝐞𝐥𝐥𝐚 🎀