fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fókus

Gómaði eiginmanninn með buxurnar á hælunum og hjákonuna í aftursætinu

Fókus
Fimmtudaginn 6. mars 2025 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af augnablikinu þegar eiginkona gómar eiginmann sinn til sautján ára halda framhjá henni hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Charmaine Louise kom að eiginmanni sínum, Warren Cherowbrier, með buxurnar á hælunum og hjákonuna í aftursæti sendiferðabíls. Hún tók þau upp á myndband á meðan hún jós úr skálum reiði sinnar.

Í myndbandinu má sjá að Charmaine kemur að bílnum og segir við eiginmann sinn: „Ertu að ríða henni í sendiferðabílnum?“

Hún opnar síðan afturhurðina og þá sést að Warren er í engum buxum. Hjákonan var þó fullklædd en reyndi að hylja andlit sitt.

Warren Cherowbrier

Charmaine öskurskammaði þau bæði og sagðist ætla að birta myndbandið á Facebook. Warren hótaði að drepa hana og sagði að hjónabandi þeirra væri lokið. Hann bað hana aftur að hætta að taka upp og benti henni á að börn þeirra væru í bílnum þeirra.

„Já, börnin þín eru í þessum bíl. Börnin okkar,“ sagði Charmaine.

Málið hefur vakið mikla athygli og hefur Warren tjáð sig um það opinberlega síðan. Hann sagði að það væru „tvær hliðar“ á málinu og að þau hafi verið skilin að borði og sæng.

„Þetta gerist þúsund sinnum á dag, hvern einasta dag um allan heim. Ég hef ekki gert neitt rangt. Við vorum skilin að borði og sæng þannig ég sé ekki vandamálið. Eina vandamálið er að þetta er á dreifingu um netheima,“ sagði hann við Mail Online.

Charmaine posted on TikTok about her heartbreak
Charmaine birti þetta á TikTok.

Charmaine hefur verið að tjá sig um skilnaðinn á TikTo og virðist vera miður sín vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta
Fókus
Í gær

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon
Fókus
Fyrir 3 dögum

Köttur Þórunnar Antoníu fórst í slysi: „Hjörtu okkar eru brotin“

Köttur Þórunnar Antoníu fórst í slysi: „Hjörtu okkar eru brotin“