Kruger, sem hét réttu nafni Marcel Bonn, var ein stærsta stjarnan í hommaklámi. Hann stofnaði klámframleiðslufyrirtækið TimTales árið 2009.
Maki hans til margra ára, Grobes Geraet, tilkynnti um andlát hans á samfélagsmiðlum. Hann sagði að Kruger hafi verið „yndislegur og umhyggjusamur“ karlmaður.
„Mér þykir erfitt að tilkynna ykkur að elsku Marcel okkar, maðurinn sem þið þekktuð og elskuðuð sem Tim Kruger, er látinn. Í augum almennings var hann aðal rauðhærða klámstjarnan, en í mínum augum var hann yndislegur og umhyggjusamur maki í 20 ár. Hann var líka besti vinur minn,“ sagði hann.
Geraet tók fram að andlát Kruger hafi verið slys.
„Ég er mjög meðvitaður um stigmað í kringum andlát í klámiðnaðinum, þannig ég vil hafa þetta alveg á hreinu. Fráfall Tim var hörmulegt en einfaldlega bara slys. Það voru engin fíkniefni og engin merki um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað eða að um sjálfsvíg.“