fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fókus

„Ég var veiki maðurinn, en það var ekkert að konunni minni, hún sat hins vegar uppi með veika manninn“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. mars 2025 10:40

Óskar Finnsson. Mynd: Skjáskot YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar læknirinn var að útskýra þetta fyrir okkur hjónunum hversu alvarlegt þetta væri og konan spurði: „Á hann 10 ár eftir? 5?“ „Nei við mælum þetta krabbamein í mánuðum,“ sagði hann við hana,“

segir Óskar Finnsson, veitingamaður, sem greindist með heilakrabbamein í byrjun árs 2019.

„Ég tók þá ákvörðun mjög snemma að ég skyldi gera allt sem ég gæti til þess að fá að vera hérna lengur. Þannig að þegar að kallið kæmi þá gæti ég sagt ég gerði mitt besta og meira gat ég ekki gert.“
Í kjölfarið gerði Óskar breytingar sem reyndust honum vel, hann lagaði mataræðið, tók út sykurinn og passaði upp á hreyfinguna.

„Ég þurfti að synja mér náttúrlega um allt sem mér þótti gott og í raun og veru í tæp tvö ár borðaði ég næstum því bara eitthvað sem mig langaði ekki í. Aukaverkanir að hætta að borða sykur er að maður grennist bara og það er bara dásamlegt líka.“

Óskar var duglegur að mæta í ræktina og lyfti sínum 2-3 kg.

„En ég fór og hreyfði mig. Maður vill alltaf einhverja töfraformúlu. Maður vill bara að læknirinn rétti manni eina töflu eða tvær töflur og segi: „Svo verðurðu bara fínn á morgun.“ Það er ekki þannig. Þetta er mataræðið, hugarfarið og hreyfingin. Þegar ég byrjaði í minni lyfjagjöf og geislum var okkur strax bent á Krabbameinsfélagið og mín fyrsta tilfinning var að þetta væri eitthvað sem ég þurfti ekki.“

Óskar segist fljótt hafa áttað sig, hann fór til sálfræðings sem hann segist hafa þurft verulega á að halda og hjónin fóru til hjónabandsráðgjafa.

„Sem var algjörlega bylting fyrir okkur. Ég var veiki maðurinn, en það var ekkert að konunni minni, hún sat hins vegar uppi með veika manninn.

Það sem hefur gefið mér mikið í þessari baráttu, bæði jákvæðni og styrk og frelsi er að konan mín og börnin mín eiga veitingastað og þar hef ég verið flest hádegi í vikunni að hjálpa þeim, fylla á vatnsflöskur, hreinsa borðin, vera til staðar og vera hluti af einhverju. Ég þarf ekkert að fara í allar þessar utanlandsferðir, að fá að vera með fjölskyldunni sinni að gera eitthvað sem ég er búinn að gera alla ævi, það er að vera innan um fólk og þjónusta fólki, það er bara það sem gefur mér kraft og styrk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Met slegið hjá Play – Sjáðu myndbandið sem 2,2 milljónir hafa horft á

Met slegið hjá Play – Sjáðu myndbandið sem 2,2 milljónir hafa horft á
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svölu hefur aldrei liðið betur en núna

Svölu hefur aldrei liðið betur en núna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Billy Joel datt kylliflatur í miðju lagi – „Ég hafði miklar áhyggjur af honum alla tónleikana“

Billy Joel datt kylliflatur í miðju lagi – „Ég hafði miklar áhyggjur af honum alla tónleikana“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Halle Berry var ranglega greind með herpes þegar kynlíf varð skyndilega sársaukafullt

Halle Berry var ranglega greind með herpes þegar kynlíf varð skyndilega sársaukafullt